Bílar framtíðarinnar
19.9.2007 | 14:32
Sat skemmtilega ráðstefnu Driving sustainability í gær.
Komu margir fróðir með sína sýn á það hvernig gera eigi bílaflotann umhverfisvænan. Ekki vanþörf á.
Gegnumgangandi virðist mér tvinntæknin vera það sem koma skal, þannig að bremsuorkan sé virkjuð og nýtt til að drífa bílinn auk þess sem batterý, hlaðin frá rafkerfinu munu duga til að keyra styttri vegalengdir.
Í náinni framtíð virðast ekki vera væntanleg batterý sem gera það kleyft að hægt sé að ná viðunandi aksturslengd til langaksturs. Þarf því einhvern annan orkugjafa sem nýttur yrði þegar búið yrði á batterýunum. Bensín og gasolía er það sem nýtt er í dag, en ýmsir valkostir eru að auki, Metan úr sorphaugum og öðrum rotmassa, metanól, framleitt úr vetni, etanól eða rapsolía framleitt úr þeim lífmassa sem aðgengilegur er. Vetnisvélin virðist mér vera lengra í burtu vegna geymsluerfiðleika með vetnið.
Metanólið er eitrað, þannig að mér þætti líklegast að metan, etanól eða rapsolían muni fasa bensínið og gasolíuna út í tvinnbílum framtíðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.