Grímseyjarferjumálið á greinilega ekki að klára með sóma
21.9.2007 | 10:59
Formaður fjárlaganefndar tilkynnti landslýð í gær að nefndin myndi ekki aðhafast frekar í Grímseyjarferjumálinu. Þeir leggja blessun sína yfir vinnubrögð Fjármálaráðherra með vísan í það að þetta hafi verið gert margoft áður.
Það sem meirihlutinn er þar með að segja er að svona lagað sé í lagi og megi endurtaka.
Eftir standa tveir menn sem að mínu mati eru algerlega að ósekju gerðir að blórabögglum. Einar Hermannsson, skipaverkfræðingur sem samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans opinberlega sagt lélegan pappír sem ekki eigi að taka mark á eftirleiðs og svo vegamálastjóri, sem fékk SKIPUN frá fjármálaráðuneytinu og samgönguráðuneytinu um að fara fram úr fjárheimildum til að fara þá leið sem farin var og fara fram úr fjárheimildum sínum. Hann skyldi bara klára verkið, sem hann og hefur reynt að gera.
Það er að sjálfsögðu fjármálaráðherra sem ber meginábyrgð á því að veitt var "heimild" til að brjóta lög og fara fram úr fjárheimildum. Fyrir þarf hann að svara, en meirihluti fjárlaganefndar hefur ekki manndóm í sér til þess. Fyrir það ber henni skömm ein.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, það nægir ekki með skömm. Lög skulu ráða, hvað svo sem nefnd segir.
Emelia Einarsson, 21.9.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.