VG og sparisjóðirnir

Það væri gaman að vita hvort Jón Bjarnason, þingmaður VG, hafi vitað af því að Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hafi grætt 10 milljónir króna á sölu stofnfjár í SPRON þegar hann skrifaði grein sem birtist í Mogganum um helgina og skorar "á alla þá mörgu sem eru trúir sparisjóðahugsjóninni að rísa upp til varnar og þétta raðir sínar. Það verður að stöðva græðgina sem nú vill brjóta sér leið inn í sparisjóði landsmanna."

Svo getur náttúrulega verið að VG og Árni Þór séu ekkert hrifinn af sparisjóðahugsjóninni. Þá er þetta allt saman eðlilegt og Jón einn um væntumþykju sína á sparisjóðunum á þeim bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Af hverju væri það svo gaman?

Mikið væri nú skemmtilegra að vita hvort allir kjósendur Ingibjargar Sólrúnar hefðu vitað af því að við styddum áfram fjöldamorðin á óbreyttum borgurum í Írak eftir kosningar sem fyrr. Eða hvort einhverjir kjósendur Árna Matt eða Guðna hafi vitað af samningnum um vatnið í Þjórsá áður en þeir settu krossinn í kjörklefanum.

Ég get ómögulega komið auga á hvað það kemur Jóni Bjarnasyni við hvort Árni græðir eða tapar í póker. Ef maðurinn er spilari, gerist annað tveggja, tap eða gróði.

Þórbergur Torfason, 26.9.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband