Epli og appelsínur fjármálaráðherra
3.10.2007 | 16:16
Á hinu háa Alþingi fóru áðan fram umræður um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í umræðum um eina þeirra, sem ríkisstjórnin hafði reyndar ekki fyrir að kynna en ætti að koma til frádráttar mótvægisaðgerðunum, en það er afnám flutningsjöfnunar olíuvara, sem skv fjárlagafrumvarpinu er um 400 milljóna byggðamál, féll fjármálaráðherra í þá gryfju að halla réttu máli. Hélt hann því fram að við afnám flutningsjöfnunar olíuvara myndi það sama gerast og þegar flutningsjöfnun sements var afnumin, en við afnám flutningsjöfnunar sements hefði flutningskostnaður lækkað.
Á þessum tveimur flutningsjöfnunum er reginmunur. Sementsverksmiðja ríkisins fékk greitt samkvæmt reikningi fyrir sinn flutning og var því engin hvati til hagræðingar. Flutningsjöfnun olíuvara er aftur á móti greidd samkvæmt samræmdri töflu sem hið opinbera gefur út fyrir hvern stað á landinu og hagnast flutningsaðilar því ekki á því að stunda óhagkvæma flutninga. Stenst fullyrðing fjármálaráðherra því engan vegin.
Þetta ætti fjármálaráðherra að vita og því er hann að bera saman appelsínur og epli, hallar vísvitandi réttu máli í þessum umræðum og má hafa skömm fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rosalega eru þið framsóknarmenn allt í einu orðnir glöggsýnir þegar þig hafið ekkert með stjórnartaumanna að gera.
En mikið var það nú gott að losna við ykkur úr þeirri stöðu eftir 12 ára pínu.
Hann Halldór ykkar hefði nú kannski betur þekkst boð Össurar á sínum tíma um stjórnarviðræður. En nei, hann Halldór kallinn vildi heldur vera í ras...... á honum Dabba ...
Gísli Hjálmar , 3.10.2007 kl. 20:59
Gísli: Af hverju heldur þú að svona vitleysa komist í gegn núna? Getur ekki verið vegna þess að Samfylkingin hefur engan metnað í byggðamálum og sér ekki þörfina á jöfnun búsetuskilyrða?
Gestur Guðjónsson, 3.10.2007 kl. 21:26
Veistu það getur vel verið, en ég vona að svo sé ekki.
En þar sem komin er ný ríkisstjórn þá ber okkur að fylgjast með því að hún standi við gefin loforð. En ég mun vissulega leggja mitt af mörkum til þess að svo verði.
Hér áður fyrr vissu allir hvað ríkisstjórnin stóð fyrir svo að allt tal um aðhald gagnvart henni var eingöngu hjóm.
Gísli Hjálmar , 4.10.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.