Ég á hlut í REI

Að vísu ekki Reykjavík Energy Invest, heldur amerísku kaupfélagi með útivistavörur. Snilldarbúðir. Mæli með þeim. www.rei.com.

En að hinu íslenska REI. Mér finnst alveg frábært að verið sé að gera íslenska þekkingu á jarðhita að útflutningsvöru eins og verið er að gera með þessum tveimur fyrirtækjum, sem eru nú orðin að einu enn öflugra fyrirtæki, sem vonandi mun veita íslenskum sérfræðingum góð störf og eigendum sínum góðan ábata. Ekki spillir fyrir að hafa forsetaembættið í hlutverki markaðsstjóra um allar jarðir. Með stofnun REI er verið að aðskilja þennan áhætturekstur frá grunnþjónustu OR, sem er gott en sá hluti á ávallt að vera í eigu okkar notendanna.

Í framhaldinu má alveg ræða það hvort rétt sé að selja hlut OR í REI, þegar séð er fyrir hversu gífurleg verðmæti eru fólgin í fyrirtækinu og búið er að frumkanna þá markaðsmöguleika sem til staðar eru. Ég er þess fullviss að sá tímapunktur sé alls ekki kominn og bíða eigi í nokkur ár með sölu, svo við borgarbúar fáum notið þeirrar verðmætaaukningar sem það mun hafa í för með sér.

En að sjálfsögðu á að taka svona stórar ákvarðanir þannig að þær séu hafnar yfir allan vafa og vonandi mun Svandís Svavarsdóttir leggja fram kæru til að komast að því hvort svo sé. Rétt skal vera rétt í því sambandi. Mér finnst Haukur Leósson formaður stjórnar OR hafa gert mistök með því að keyra þetta góða mál eins og hann gerði. Yfirlýsing um vilja til sameiningar, með fyrirvara um samþykki eigenda hefði verið nægjanleg til að kynna málið núna, sem var nauðsynlegt, en fara svo vandlega yfir málið með þeim sem ákvarðanirnar eiga svo að taka fyrir hönd okkar borgarbúa.

Fram hefur komið að til stendur að bjóða almenningi hlut í REI á sama gengi og starfsmönnum OR og REI í tengslum við hlutafjárútboð. Ef rétt er, er ekki um spillingu að ræða, heldur PR klúður í stærri kantinum. Ef almenningi í Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð verður ekki boðinn hlutur á sama gengi er um spillingu að ræða.


mbl.is Tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband