Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að eyðileggja útrás jarðhitans?
8.10.2007 | 08:59
Ef farið verður í að selja hlut OR í REI núna strax, með írafári og söng, er að mínu mati verið að setja alla þessa góðu hugmynd í uppnám. Hver vill vinna með aðila sem er í uppnámi?
Það er margt í því hvernig staðið var að samrunaferlinu sem hefði mátt vanda betur og ber stjórnarformaður OR og REI mikla ábyrgð þar, en það breytir því samt ekki að hugmyndin með sameiningunni er góð. Það er um að gera að pakka þessari þekkingu okkar í útflutningsvænan búning. Ef OR dregur sig algerlega út úr þessu, verður að skilja algerlega á milli þessara tveggja fyrirtækja, er um tvennt að ræða fyrir þá starfsmenn sem búa yfir þeirri verðmætu þekkingu sem málið snýst um. Að fara eða vera. Hvorugt er gott. Ef þeir fara til REI, hefur OR ekki aðgengi að þeim lengur fyrir sína starfsemi og þeir hafa heldur ekki sama aðgengi að þeirri þekkingarsköpun sem verður til í OR, sem er jú stöðug. Ef þeir verða áfram hjá OR, er REI ákaflega innihaldslaust og því mun verðminna.
Er því allt tal um að OR dragi sig út úr REI á núverandi tímapunkti einingis til þess að stórminnka heildarverðmæti okkar borgarbúa.
Hingað til hef ég bara heyrt VG tala á móti því að selja þessa þekkingu úr landi. Ögmundur Jónasson er kominn með hugtakið heimsnýting í stað þjóðnýtingar, þar sem hann vill að við gefum þessa þekkingu að öllu leiti úr landi á vettvangi SÞ. Hlutur sem við höfum verið að gera gagnvart þróunarlöndum í einhverjum mæli, en af hverju ættum við að gefa Bandaríkjamönnum þessa þekkingu. Þetta er svo vitlaust hjá VG að það tekur ekki nokkru tali.
Getur verið að þessi læti í íhaldinu sé vegna þess að það voru ekki "réttir" aðilar, þeim þóknanlegir, sem fengu að kaupa?
Þótt mér finnist þessir kaupréttasamningar afar gagnrýniverðir svo ekki verði tekið dýpra í árinni, má ekki láta þau mistök sem gerð voru þar, verða til þess að við köstum milljörðum á glæ með því að eyðileggja þetta verðmæta fyrirtæki í pólitískum keiluslætti.
Átti að vaða yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hæ Gestur, getur þú bent mér á eitthvað lesefni þar sem ég get kynnt mér hversu góð hugmynd þetta er og í hverju verðmætin sem Orkuveitan kemur með inn í Rei eru fólgin (ég meina þessa 10 milljarða sem eru "goodwill" talan) og hvernig þau eru metin. Eina sem ég hef hingað til fundið er markaðssetning sem er eins og verið sé að markaðssetja pýramídafyrirtæki og eina sem ég hef fundið um matið á markaðsvirði REI núna er mat sem gert er af innanhússmönnum (Bjarna Ármannssyni).
Samkvæmt þeim vinnubrögðum sem ég lærði í viðskiptafræðinni í gamla daga þá er þetta vægast sagt skrýtin vinnubrögð við verðmat á fyrirtækjum og allt mjög loðið um í hverju framtíðarverðmæti fyrirtækisins er.
Ég er að reyna að kynna mér allt sem ég get funidð um þetta mál en ég finn bara ekki mikið af grunnupplýsingum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.10.2007 kl. 10:21
Sæl Salvör: Nei ég hef ekki neitt slíkt efni undir höndum. Þetta hlýtur að vera mat mann á þeim verðmætum sem fólgin eru í þessum lykilstarfsmönnum sem áttu að fá að kaupa á lægra genginu.
Gestur Guðjónsson, 8.10.2007 kl. 12:44
Sæll Gestur. Er sammála þér að bíða með að selja.
En var ekki Björn Ingi að boða hið gagnstæða í
hádegisfréttum.? Júlíus Vífill sagði í gær hafa margoft
kallað eftir verðmati á REI en aldrei fengið..
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.