Grundvallarstefnufesta Sjálfstæðisflokksins

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins að standa ekki í þeim rekstri sem Reykjavik Energy Invest stæði í.

Það hlýtur þá að hafa verið sama grundvallarstefna sem lá að baki tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nú ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að stofna fyrirtækið á sínum tíma. Guðlaugur Þór vill að vísu ekki kannast við það í dag, amk lætur hann ekki ná í sig.

Það var einnig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem á grundvelli þessarar grundvallarstefnu samþykkti lög um Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem tilgangur félagsins er "vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni."

Það hlýtur líka að vera sama grundvallarstefnan sem Illugi Gunnarsson, alþingismaður, lýsti á Stöð 2 í kvöld og sagði önnur lögmál gilda um opinberan rekstur og einkarekstur. Það var sami Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem undir forystu Friðriks Sophussonar fv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins, samþykkti stofnun HydroKraft með Landsbankanum. Ríktu þá önnur lögmál?

Það var einnig stjórn skipuð af Árna Mathiesen, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað að fara í fjárfestingar með Landsbankanum í Noregi. Man ekki hvort Árni Johnsen var í stjórn þá.

Þetta er sem sagt grundvallarstefnufestan sem verið er að vísa í.


mbl.is Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband