Umhverfisráðsmeirihluti - in memorium

Ég verð að segja hreint eins og er, þótt það sé kannski óskaplega ótaktískt út frá skotgrafarhernaðartæknilegum sjónarhóli, en ég sé eftir meirihlutasamstarfinu með þeim Gísla Marteini og Þorbjörgu Helgu í umhverfisráði, þó ég styðji meirihlutaslitin og fagni nýjum meirihluta. Við höfum þegar náðum góðum árangri á mörgum sviðum og vorum að undirbúa góða hluti við að stíga áfram grænu skrefin okkar. Minnihlutinn var okkur sammála í flestum málum, meira svona abbó og pirruð að fá ekki að vera memm í öllu, þannig að það ættu ekki að vera margar 90° beygjur framundan í umhverfismálum borgarinnar með nýjum meirihluta. Áherslubreytingar, en engar kollsteypur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gestur . Nú erum við gjörsamlega ósammála um þennan vinstrisinnaða
borgarstjórnarmerirhluta, og hvernig að honum er staðið, og vísa til bloggs
míns í því sambandi.............

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hlutverk okkar í nýjum meirihluta verður að gæta þeirra sjónarmiða sem þú ert einmitt að lýsa í bloggi þínu, á sama hátt og það var hlutverk okkar að gæta félagshyggjusjónarmiða í fyrri meirihluta. Enn og aftur er það verkefni Framsóknarmanna að gæta skynseminnar.

Gestur Guðjónsson, 13.10.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband