Orð gegn orði?

Það var skrítin upplifun að horfa á Kastljós gærkvöldsins. Þarna sátu tveir heiðursmenn og sögðu það sem hinn aðilinn sagði sé ekki rétt, en hvorugur vildi segja hinn ljúga.

Ég er nokkuð viss um að báðir séu að segja satt eftir bestu getu. Þeir eru báðir það reyndir að þeir vita að það borgi sig ekki að segja ósatt í svona málum. Bjarni og Haukur Leósson fóru yfir málið heima hjá Villa í löngu og ítarlegu máli, en Villi hafi ekki áttað sig á því og mikilvægi þess, ekki veitt því nægjanlega athygli og því muni hann þetta ekki. Skýringar hans á því að það sé margt sem rati á hans borð er örugglega rétt, en maður verður að spyrja sig hvort forgangsröðun borgarstjóra sé rétt, þegar tölur með svona mörgum núllum eru annars vegar.

Villi fór svo í hefðbundinn íhaldskan drullukastsgír, sem Bjarni fór sem betur fer ekki í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér þykir miður að svo mikilvægur fundur skyldi haldinn í heimhúsi án ritara sem myndi að sjálfsögðu gera bókun. Séu fundarmenn sammála um hvað rætt var og hvaða ákvarðanir hafi verið teknar, undirrita allir fundarmenn bókunina. Svona formsatriði mega aldrei klikka.

Kolbrún Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kolbrún, þú mátt ekki gleyma því að Haukur Leósson hefur um langt skeið verið innsti koppur í búri stuðningsmanna Gamla Góða Villa, sem nú bíður örlaga sinna.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óheilindi eru vörumerki sjálfstæðismanna. Í löngu samstarfi íhalds og framsóknar í landsmálum ríkti gagnkvæmt traust milli forystumanna þessara flokka.

Umræðan í grasrót sjálfstæðismanna var þó nokkuð á aðra lund. Engin óþverraorð fundust í tungumálinu sem ekki voru talin við hæfi þegar talið barst að samstarfsflokknum. Þetta þekki ég vel og undraðist oft þegar ég varð áheyrandi að þessu. Engin prenthæf orð voru notuð í lýsingum á framsóknarmönnum nema önnur orð væru ekki tiltæk. Við þennan veruleika lifðu nokkrar ríkisstjórnir þessara flokka.

Spurningin er hvort sundrungin í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sé ekki Guðna Ágústssyni eða Bjarna Harðarsyni að kenna?  

Árni Gunnarsson, 17.10.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband