Ágreiningur um stefnu í loftslagsmálum

Í setningarræðu síðasta umhverfisþings sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir að ekki yrði leitað eftir undanþágum frá losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda fyrir Ísland.

Nú kveður svo við að forsætisráðherra segir ákvörðun ekki vera tekna í því máli. Er hann líklegast að vísa í að nefnd ráðherra um setningu samningsmarkmiða Íslands í loftslagsmálum sem í sitja Þórunn, Össur Skarphéðinsson, Guðlaugur Þór og Árni M Mathiesen hefur ekki lokið störfum.

Var Þórunn þá í ræðu sinni bara að snakka sína persónulegu skoðun eins og hún taldi best fallið til vinsælda á umhverfisþingi?

Miðað við orð forsætisráðherra núna virðist hún amk ekki hafa talað í umboði ríkisstjórnarinnar og virðist ætla að lenda í hlutverki andófsmannsins í ríkisstjórn eins og hún reyndar spáði sjálf fyrir um.


mbl.is Geir: Ekki ákveðið hvort Íslendingar fari fram á undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband