Tími á samvinnuhugsun í matvörunni
5.11.2007 | 09:24
Í ljósi þess hvernig Kaupás (Krónan) og Hagar (Bónus) hafa farið með það traust sem þeim hefur verið sýnt er ljóst að það þarf að staldra við. Ef maður skoðar muninn á íslenska matvörumarkaðnum og þeim skandinavíska, er ekki mikill munur á fjölda stórra fyrirtækja á markaðnum. Þetta eru yfirleitt 2-4 stórir aðilar sem eru langstærstir. Þannig að það er ekki fákeppnin sem slík sem skilur að.
Munurinn er sá að einn stóru aðilanna á Norðurlöndunum er ávallt samvinnufyrirtæki, sem byggir á samvinnuhugsjóninni, en ekki bara hreinræktaðir kapítalistar eins og tilfellið er hér. Munurinn á samvinnufyrirtækjunum og hinum er jú sá að ef hagnaður verður af rekstri, rennur hann til baka til félagsmanna í hlutfalli við þau viðskipti sem þeir hafa átt á því ári sem hagnaðurinn varð til, meðan að kapítalið hirðir hagnaðinn.
Það að Samkaupum, sem er samvinnufyrirtæki, hafi kerfisbundið verið haldið frá markaðnum hér á höfuðborgarsvæðinu og þar með meinað að vaxa og dafna, er stóralvarlegt mál og líklegast ein sú almesta aðför að íslenskum neytendum sem íslensk sveitarfélög geta staðið að.
Þessu þarf að breyta og hugsanlega stofna fleiri samvinnufyrirtæki til að berjast gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu stórra keðja..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú þekki ég ekki samvinnufyrirkomulagið í rekstri nógu vel þó ég skylji hugtakið.
Væri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt?
Svona gætum við endað okrið á matvöruJón Þór Ólafsson, 5.11.2007 kl. 09:57
Það er það sem samvinnuhugsjónin byggist á, að kaupendur (neytendur), myndi með sér félag til að ná sem hagstæðustum kjörum. Í tilfelli matvörunnar verður að opna verslun til að koma henni til félagsmanna. Reynt er að keyra félagið á núlli, til öryggis eitthvað aðeins yfir núllinu, en svo er afganginum skipt eftir á, þannig að maður fær í rauninni afslátt eftirá.
Gestur Guðjónsson, 5.11.2007 kl. 10:00
Bónus feðgar sverja allt af sér í Fréttablaðinu í dag og segja þetta vera "alla hina". Nú getur maður engu treyst lengur. Við íslendingar erum mjög sérkennileg þjóð, því við gleymum öllu svo fljótt og það er trúlega það sem heldur þessum "óþveragangi" vakandi hér á landi.
Við skömmumst og tuðum en gerum lítið til að leiðrétta hlutina, eins og til dæmis að hætta að versla í þessum búðum. Við gætum til dæmis haft rútuferðir í næstu samkaupaverslun, það myndi danir trúlega gera.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.11.2007 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.