Tvær ríkisstjórnir í landinu? - kannski fleiri?

Eins og ég hef bloggað um áður, virðist ríkisstjórnin vera tvístefna í loftslagsmálum, eins og svo mörgum málefnum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa greinilega ekki náð saman um hvort sækjast eigi eftir framhaldi íslenska ákvæðisins og gefa út yfirlýsingar á þann hátt að það verður erfitt fyrir annað hvort Þórunni Sveinbjarnardóttur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Geir H Haarde að horfa framan í alþjóð þegar ákvörðun hefur verið tekin. Svo vill Össur Skarphéðinsson dæla upp olíu, að vísu ekki hreinsa hana, amk ekki á Vestfjörðum, svo hann er meira í takt við Geir en Ingibjörgu Sólrúnu. Þangað til er ekki skrítið að ríkisstjórnin njóti mikils fylgis, þar sem það er alltaf amk einn ráðherra sem hefur lýst hverju sjónarmiði í hverju máli sem stefnu ríkisstjórnarinnar og því erfitt að vera á móti henni.

Eins og yfirlýsingarnar hafa verið er ljóst að það tvær ríkisstjórnir í landinu hið minnsta, ríkisstjórn Samfylkingarinnar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, kannski 12, þar sem yfirlýsingagleði ráðherrana, sem ítrekað ganga þvert á yfirlýsinga samráðherrana slíkt að það er líklegast réttasta lýsingin.


mbl.is Siv: Misvísandi yfirlýsingar um loftslagsmarkmið skaða málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég held að þú hafir rétt fyrir þér að þetta hafi virst svona útávið. Það var nefnilega vinnuregla að ágreining ætti að leysa innan ríkisstjórnarinnar, í sameiningu og í sátt. Þar gáfu báðir aðilar eftir. Sjálfstæðismenn kvörtuðu undan því opinberlega þegar þeir þurftu að gefa eftir, sem í baksýnisspeglinum hefði átt að vera gagnkvæmt hjá Framsókn. Því birtist þetta svona eins og þú lýsir.

Gestur Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég ber mikla virðingu fyrir þeim flokkssystrum, Jóhönnu og Þórunni. Hef enga ástæðu til að ætla annað en að þær séu að starfa af góðum hug og er þeim sammála um flest, nema kannski íbúðalánamál, en það er annað mál. Það sem þær eiga eftir að rekast á, sem er það sama og við Framsóknarmenn "lentum" í, er að fjárveitingavaldið er hjá íhaldinu og þær eiga eftir að fá sitt í gegnum fjárlög. Þess vegna er afar skrítið að sjá þær, sem og aðra ráðherra Samfylkingarinnar gefa á sér höggstaði með yfirlýsingum um mál sem ekki er búið að semja um við samstarfsflokkinn.

Ég hræðist t.d. flutning tryggingamála til Jóhönnu, býst við að íhaldið muni láta hana kveljast í því verkefni. Hefði frekar viljað sjá öll framfærslumál fara til fjármálaráðuneytis, þannig að sá ráðherra sem situr á peningunum sé einnig sá hinn sami og þarf að horfast í augu við þá sem taka við peningunum. Það þarf fjármálaráðherra að gera varðandi opinbera starfsmenn og örugglega stór ástæða þess að eitthvað hefur þokast í þeim málum.

Gestur Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband