Góðar fréttir fyrir Húsvíkinga

Þetta eru góðar fréttir fyrir Húsvíkinga sem samkvæmt þessu eru líklegast að fá tækifæri til að byggja álver við Bakka. Það eru til losunarheimildir fyrir einu álveri og það er mín skoðun að þær eigi að nýta til byggðamála. Þetta eru einnig góðar fréttir Sunnlendinga sem sjá vonandi fram á atvinnuuppbyggingu í eigin héraði. Sunnlendingar hafa hingað til notið í allt of litlu þeirra náttúruauðlinda sem eru í héraðinu, enda orkan flutt burt með háspennulínum í álver í Hafnarfirði og Hvalfirði.
mbl.is Friðrik: Skylt að þjóna þeim álverum sem fyrir eru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Alltaf áhugaverð pæling að tengja saman auðlindir og byggðarlögin. Mér hefur td. fundist helsti gallinn við kvótakerfið (fyrir utan að það er gjafakvóti) - að það skuli ekki hafa verið lagt upp með svæðisbundna stjórnun fiskveiðanna og skýra tengingu við byggðir - amk. út að 50 mílum - - kannski minni tengingu við strandsvæðin frá 50-150 mílna og síðan enga fyrir utan 150.

Nefni þetta nú bara af því að við þurfum að vera sjálfum okkur samkvæm varðandi nándarréttinn yfir auðlindunum.

Benedikt Sigurðarson, 10.11.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Er sammála þér með byggðateninguna með kvótann. Vandamálið er að finna útfærslu sem dugar og býður ekki upp á óréttlæti og svindl. Hallast helst að því að friða grunnslóðina fyrir ákveðnum veiðarfærum og halda henni fyrir veiðarfæri sem byggjast á dagróðrum og stuttu stími. Togbátar, snurvoð og slík veiðarfæri mætti svo nota dýpra. Ef menn hafa betri lausnir væri gaman að heyra af því.

Gestur Guðjónsson, 11.11.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband