Er landinu stjórnað frá Háaleitisbrautinni?

Össur Skarphéðinsson er í undarlegum dansi þessa dagana. Hann lýsti því yfir í dag að með ákvörðun stjórnar Landsvirkjunnar væri blindri stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar lokið!

Þetta er sami Össur Skarphéðinsson sem sagði að ákvörðun stjórnar Landvirkjunnar, sem er undir formennsku Páls Magnússonar, væri sjálfstæð viðskiptaleg ákvörðun stjórnarinnar, sem tekin hafi verið án afskipta ríkisstjórnarinnar.

Ja, mikið er vald stjórnar Landsvirkjunnar miðað við þessi ummæli, en um leið hughreistandi að stjórninni skuli stýrt af Framsóknarmanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband