Hvenær er nóg að gert?

Bjarni Harðarsson mislas texta úr stól Alþingis og gleymdi einu ekki, sem snéri málflutning hans alveg á hvolf. Nokkrum klukkutímum seinna leiðréttir hann mistök sín úr sama stól.

Það vekur því athygli að Árni Sigfússon skuli ekki taka mark á þeirri leiðréttingu, heldur krefst afsökunarbeiðni frá Bjarna í yfirlýsingu sem birt var meira en sólarhring eftir að beðist hafði verið afsökunar og mistökin leiðrétt.

Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð hjá Árna.

Manni dettur helst í hug að Árni sé að reyna að beita smjörklípuaðferðinni. Vandinn er hins vegar sá að Davíð Oddsson, guðfaðir aðferðarinnar, sagðist alltaf hafa klínt verr lyktandi smjöri á andstæðinginn en hann var að reyna að klína á sig. Það er alls ekki í þessu tilfelli og því virkar þetta hjákátlegt hjá Árna. Atli Gíslason hefur aftur á móti ekkert látið heyra í sér...


mbl.is Árni sagður kasta steini úr glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Bjarni er góður drengur og óþarfi að núa honum um nasir þessum mismælum endalaust; honum verður nú að fyrirgefast. Árni er reyndar góður drengur líka og ber í þessu Vallarmáli miklu hreinni skjöld en sumir voru að ímynda sér.

Jón Valur Jensson, 10.12.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband