Ótrúlegur málflutningur Helga Hjörvar um réttindi í Þjórsá

Haft er eftir Helga Hjörvar, formanni umhverfisnefndar Alþingis að:

"Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar."

Þetta er undarlegur málflutningur manns sem situr á Alþingi. Að gjörningnum stóðu Guðni Ágústsson, þ.v. landbúnaðarráðherra og Jón Sigurðsson, þ.v. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vissulega eru Framsóknarmenn. Það sem Helgi nefnir ekki er að Árni M Mathiesen fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins stóð einnig að gjörningnum.

Þessi málflutningur er annað hvort vísvitandi blekking þingmannsins og þar með lygar eða að hann hafi ekki kynnt sér málið sem eru ekki síður vítaverð vinnubrögð af hans hálfu.

Eðlilegt er, eins og ríkisendurskoðun bendir réttilega á, að Alþingi eigi að samþykkja sölu þessara eigna, eins og annara eigna ríkisins og hlýtur málið því í framhaldinu að koma fljótlega til kasta Alþingis.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort stjórnarandstöðuhluti Samfylkingarinnar, Græna netið, fái einhverju framgengt gegn Sjálfstæðisflokknum og Össuri Skarphéðinssyni. Búast má við að Framsókn og Frjálslyndir geti komið Sjálfstæðisflokknum til hjálpar, ef Össur verður undir í eigin flokki í málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gestur minn. Kratar eru og verða alltaf kratar. Sem mælistiku á gleði þeirra má segja að hjá framsókn hafi verið komið fet milli hnjánna eftir 12 ár uppí hjá íhaldinu. Að sama skapi má segja að sífellt breikki bilið mill hjnánna á krötum. Núna er það þegar orðið fetið og ekki nema rétt 6 mánuðir búnir af hjónabandinu. Hvað má búast við að þeir geti innbyrt eftir 12 ár.

Þórbergur Torfason, 10.12.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband