Ingibjörg Sólrún heldur mannréttindakyndli Valgerðar á lofti

Í kvöldfréttum útvarps fagnaði Jakob Möller, f.v. framkvæmdastjóri Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þeim vatnaskilum sem hafa orðið í mannréttindastarfi Íslendinga, með stefnumótun Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Áður hefðum við bara "setið í túninu heima eða horft upp í himininn", meðan að hinar Norðurlandaþjóðirnar tóku virkan þátt í öllu því starfi.

Mér finnst reyndar skondið hvernig fréttaflutningur af þessu máli er. Þar er í engu minnst á þá skýrslu sem Jakob Möller vísar í. Látið er líta út eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi valdið þessum vatnaskilum. Hið rétta er að hún hefur tekið við kyndlinum og virðist ætla að halda honum áfram á lofti. Heldur sömu áherslumálum á lofti. Það er vel.

Uppfært 11.12 kl 9: Sé að prentútgáfa Morgunblaðsins fjallar betur um málið í fréttaskýringu Skapta Hallgrímssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

flott að sinna mannréttindamálum. Þær eru flottir utanríkisráðherrar Valgerður og Ingibjörg Sólrún. Gott að Ingibjörg Sólrún haldi áfram góðu starfi Valgerðar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.12.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband