Verkalýðshreyfingin leggur til 48% skatthlutfall
12.12.2007 | 22:59
Ég skrifaði fyrir stuttu um hversu vafasamar þáverandi tillögur Starfsgreinasambandsins um tvö skattþrep væru.
Nú eru komnar enn einar tillögurnar, sem munu koma lægst launuðu stéttunum verst, eins undarlega og það kann að hljóma. Tillögurnar ganga út á að tekinn verði upp 20.000 kr aukapersónuafsláttur fyrir þá sem hafa undir 150.000 kr á mánuði og lækki hann þannig að hann falli alveg út þegar 300.000 kr mánaðarlaunum er náð.
Það skattkerfi sem við búum við í dag er þannig skrúfað saman að þegar skattleysismörkum er náð, greiðast um 35% af hverri krónu umfram það í skatt. Það er lágt hlutfall og hvetjandi.
En hinn stiglækkandi persónuafsláttur veldur því að af hverri krónu sem launamaður sem er með milli 150 og 300 þúsund á mánuði fer, auk 35% skatthlutfallsins, 13% í skerðingu persónuafsláttar. Þannig er verkalýðshreyfingin að leggja til 48% skattprósentu fyrir þá sem eru á þessu tekjubili.
Það þykja mér ekki góðar tillögur. Betra væri að leggja til hækkun persónuafsláttar og viðhalda einfaldleikanum og hvatanum í skattkerfinu með lægri skattprósentu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Athugasemdir
Flott hugsun og góð vinna lögð í þetta blogg, einnig má benda á að maður missir smá saman barnabætur, vaxtabætur eða húsaleygu bætur milli 150-300þ. ef tillögurnar ná fram að ganga, þá verður þetta eins og í Danmörku, eingin nennir að vinna og allir í því að spara. hehe
Þetta er allavega alveg hrikalega flókin leið til að bæta stöðu þeirra sem hafa 150þ. á mánuði um 27þ. og þeirra sem hafa 225þ. um 13,5þ. á mánuði.
Johnny Bravo, 12.12.2007 kl. 23:58
Legg til að blogghöfundur fari aftur á skólabekk og læri stærðfræði uppá nýtt annars hefur hér verið slegið met í útúrsnúningum. Auðvitað er þetta til mikilla bóta fyrirþá lægri launuðu að fá150 þús. skattfrjálst og aukin persónuafslátt alveg að 300 þús.kr Hvað er í gangi myndi einhver segja.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.12.2007 kl. 20:37
Á í einhverjum vandræðum með að henda þessu út.
Þórdís: Ég er ágætlega að mér í stærðfræði, keppni fyrir hönd þjóðarinnar í þeirri grein fyrir að verða margt löngu. Þetta er það sem heita jaðarskattar og ef menn tækju þau áhrif sem tekjutenging barnabóta og vaxtabóta er þessi prósenta enn hærri og kemur hvað harðast niður á þeim sem eru á þessu tekjubili. Fyrir þá einstaklinga er erfitt að sjá að það borgi sig að biðja um meiri vinnu eða hærri laun, skattmann tekur hvort eð er nánast allt saman.
Gestur Guðjónsson, 13.12.2007 kl. 22:21
Ég skil þig núna, Gestur. Þú átt við að heildarskattur af kr. 300.000 er reiknaður, þá er hann 49% af því sem er umfram 150.000 kr.
Heildarskattur af 300.000 er 74.155 m.v. tillögur ASÍ, sem gerir ca. 24%.
Ef skattleysismörk eru 150.000 þá má líta þannig á að fólk er að borga skatt af tekjum umfram 150.000.
M.v. 300.000 kr. laun, þá er því aðeins borgaður skattur af 150.000. 74.155 er 49% af 150.000.
Theódór Norðkvist, 13.12.2007 kl. 22:33
Thetta er bara bull í thér Gestur.Thí midur.Thetta verdur aldrei annad en aukagreidsla frá ríkinu til hinna laugstlaunudu,sama hversu gódur thu ert í staurdfraudi.
Sigurgeir Jónsson, 13.12.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.