Í hvaða stjórnarsamstarfi er Helgi Hjörvar?

 Rakst á afar furðulega grein eftir Helga Hjörvar í 24 stundum í morgun. Skrifar hann þar um þær framfarir sem orðið hafa í kjörum öryrkja og aldraðra síðan Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn tóku við völdum og þvílíkur munur það sé frá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Framsóknarflokksins. Breytingarnar sem hann mærir svo mjög bæta reyndar aðallega kjör þeirra sem hafa fyrir nokkuð trygga framfærslu en koma að afar litlu gagni fyrir þá lífeyrisþega sem verst standa, ef nokkuð. Þeir gagnast sem sagt lítið þeim sem komu seint inn í lífeyrissjóðakerfið og sitja núna uppi án uppsafnaðra réttinda. Það er tímabundinn nokkuð vel skilgreindur vandi sem tak þarf sértækt á. Það er ekki gert með þessum aðgerðum.

En þessar söguskýringar Helga er eitthvað það vitlausasta sem ég hef séð lengi og er þó af nógu að taka. Ég veit ekki betur en að Davíð Oddsson hafi hætt sem forsætisráðherra fyrir að rúmum þremur árum síðan og í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum. Við honum tók Geir H Haarde, fyrst sem utanríkisráðherra og svo sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Helgi skrifar um fyrri ríkisstjórn annaðhvort af fáránlegri fávísi eða með hreinum fölsunum um fyrri ríkisstjórn, nema hann upplifi Sjálfstæðisflokkinn það sundraðan að hann telji sig geta vísað til ákveðinn fylkinga innan hans?

Það er augljóst hvað Helgi er að fara með þessum söguskýringum sínum. Hann vill sýna fram á að framfarir hafi orðið vegna nýrrar ríkisstjórnar en vill um leið ekki horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn var í þeim báðum og þorir ekki að styggja hina nýju vini sína. Þetta er hvorki heiðarlegur né drengilegur málflutningi og alþingismanninum til mikillar skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er það ekki fagnaðarefni að þann 1. apríl nk verða tekjutengingar lífeyrisþega og öryrkja við tekjur maka, afnumdar með öllu ?     Lífeyrisþegar og öryrkjar fagna því að fá þessi mannréttindi að nýju.  Fyrir mjög marga skipta þessar tekjur miklu máli.

Framsókn átti þátt í afnámi þessara mannréttinda þessa hóps fyrir nokkrum árum. Það er sjálfsagt ekki mikil gleði á þeim bænum núna.

Þann 1 júlí nk. geta allir þeir lífeyrisþegar og öryrkjar unnið sér inn kr 100 þús/mán án þess að lífeyristekjur þeirra skerðist.  Undan farin mörg ár hefur þetta fólks verið í fátækragildru tekjutenginga-- sem betur fer getur margt af þessu fólki unnið létta vinnu við hæfi-en verið öll sund lokuð--Það verður gjörbreyting til hins betra í lífi þess við þessa betrumbót.  Skattatekjur ríkissjóðs aukast verulega .

Sjálfsagt er ekki mikil gleði á sumum Framsóknarbæjum vegna þessa.

Þeir sem ekki hafa verið í lífeyrissjóði eða glatað öllum réttindum vegna verðbólgu fyrri ára og óráðsíu umsjónaraðila sjóða svo og konur sem við andlát og eða skilnað misst öll lífeyrisréttindi---þessu fólki munar um 25 þús. kr greiðslu sem ígildi lífeyrissjóðs.  Þetta fólk fagnar

Sumir eru greinilega leiðir yfir þessu.

Og þeir sem eiga séreignarsparnað inni og eru orðnir 67 ára hafa orðið fyrir miklum hremmingum við innlausn og ríkissjóður hefur nánast hreinsað þetta fé af fólki--á þessu verður breyting -- Þessi ósvinna verður afnumin. Þessu fagnar fólk sem í hlut á.

Framsókn er súr yfir þessu .

Aldraðir inni á hjúkrunar og elliheimilum fá 30 % hækkun á vasapeningum- er það slæmt ?

Auðvitað eru hér af ,hálfu Alþingis, ákveðnar mikilsverðar réttar og kjarabætur til aldraða og öryrkja. Og það sem meira er það er margt í farvatninu sem lagfært verður m.a algjör uppstokkun á almannatryggingakerfinu þeim stagbætta óskapnaði sem enginn skilur og leitt hefur til óréttlætis og tjóns fyrir mjög stóran hóp og þá sem síst skyldi  en í þeim málum hefur Framsókn verið algjör dragbítur allan þann tíma sem velferðarmálin voru til húsa á þeim bænum..

Og að lokum: Væntanlega færa komandi kjarasamninga sem eru í burðarliðnum þessum hópum sem lakast standa , verulega bætt kjör og þar kemur ríkisstjórnin að málum .. það bendir margt til þess..já það eru breyttir tímar..fyrir þa´sem höllum fæti standa..

Sævar Helgason, 15.12.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki ósáttur við afnám tekjutengingarinnar og þessara aðgerða sem slíkra, en það sem ég er ósáttur við er forgangsröðunin. Kjör þeirra sem verst standa eru ekki bætt með þessum milljörðum.

Gestur Guðjónsson, 15.12.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband