Við hverja er Landsvirkjun að ræða?

Yfirlýsingar Landsvirkjunar um að þeir standi í viðræðum við landeigendur koma mér spánskt fyrir sjónir. Ég veit ekki til þess að margir Skeiðamenn hafi fengið erindi eða heimsókn frá þeim. Það á kannski bara að tala við einhverntíma seinna, t.d. eftir að virkjanirnar eru byggðar, eins og gert var fyrir austan?

Þetta eru undarleg vinnubrögð svo ekki sé meira sagt.


mbl.is Viðræðum við landeigendur við Þjórsá haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gestur þetta er ný stjórnsýsla hjá nýrri ríkisstjórn.

Hér eiga að standa yfir mjög viðkvæmar viðræður við landeigendur vegna stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs, svo viðkvæmar að fjölmiðlafulltrúar Umhverfisráðuneytis gátu ekki tjáð sig við fréttamann vegna viðkvæmni stöðunnar. Hér um slóðir kannast ekki nokkur maður við að hin minnsta umræða hafi farið fram né standi yfir. Hér hefur ekki sést eða heyrst nokkur manneskja sem hefur eitthvað með þessi mál að gera.

Taktíkin virðist vera, hálfkveðin vísa, engar upplýsingar, engar viðræður. Við skulum svæla amenið út úr þessum gúmmíbulluhjakkandi fjósamönnum.

Þórbergur Torfason, 17.12.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Þorsteinn Hilmarsson

Sæll Gestur,

Staðreyndin er nú samt sú að Landsvirkjun ræðir við alla þá landeigendur á Skeiðunum sem yrðu fyrir raski ef verður af virkjunum.  Ég veit að þú ert ekki sá fyrsti sem  finnst eins og við hljótum að vera að gleyma einhverjum  -  kannski er það svo vegna þess að raskið er miklu umfangsminna en fólk heldur.

Það er hægt að kynna sér umfang lónanna og áhrif þeirra á www.thjorsa.is

Kveðja, 

Þorsteinn Hilmarsson, 17.12.2007 kl. 21:17

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég þekki vel til þeirra og veit að samkvæmt leiðréttu hæðarkorti nær lónið yfir landareignir bænda sem ekki er búið að tala við.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband