Af stefnufestu Sjálfstæðisflokksins
18.12.2007 | 11:43
Ég er afar ánægður með stofnun Landsvirkjun power. Þetta gefur LV möguleika á að keppa um starfsfólk sitt og annarra með samkeppnisfærum launum og skilgreinir hlutverk móðurfélagsins betur, sem eiganda og rekstraraðila raforkuvera.
En ég hélt satt best að segja að Samfylkingin hefði einkarétt á vindhanagangi í stjórnmálum. Svo virðist svo sannarlega ekki vera og finnst mér sorglegt hve fljótt íhaldið virðist vera að læra af þeim. Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sögðu að það væri grundvallarmál að blanda ekki saman opinberum rekstri og áhættusömum útrásarverkefnum þegar REI málið kom upp.
Undir það tóku forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, þeir sömu og mæra stofnun Landsvirkjun Power í dag. Ef það er ekki vindhanagangur, veit ég ekki hvað það er.
Vissulega var afar óhönduglega að REI málinu staðið og vonandi læra Landsvirkjun Power-menn af því máli, en það breytir ekki því að hugmyndin að baki fyrirtækinu er góð. En aðalröksemd Sjálfstæðisflokksins í gagnrýni sinni á REI málið var að þetta væri prinsipp og að þeirra eigin hugmynd hefði í prinsippinu ekki verið góð. Sama prinsipp og nú er fagnað í tilfelli Landsvirkjunar.
Maður er alveg hættur að átta sig á þessu, hver er nú stefnufestan?
Sóknarfæri til framtíðar eru í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ég eitthvað að hitta á veikan blett, Sveinn?
Gestur Guðjónsson, 18.12.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.