Auðvitað...

telur Árni Mathiesen, dýralæknir og settur dómsmálaráðherra að hann hafi forsendur til að ganga gegn mati matsnefndar valinkunnra lögmanna sem gaf það álit að 3 aðrir einstaklingar væru hæfari en Sjálfstæðismaðurinn Þorsteinn Davíðsson. "Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar" er viðkvæðið hjá dýralækninum sem bendir á að hann hafi valdið.

Þetta viðhorf minnir mig á fjármálaráðherra þjóðarinnar sem tekur varnaðarorðum allra greiningardeilda, erlendra matsaðila og Seðlabanka gegn útgjaldaþenslu ríkisins með sama hætti.

Af hverju í veröldinni er verið að borga fyrir svona matsnefndir ef ekkert er hlustað á þær og það eina sem þarf til að meta hæfi dómaraumsækjanda er að hringja upp í Valhöll og kanna hvort viðkomandi sé ekki örugglega á skrá þar?


mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ætli sérfræðingarnir og dýralæknirinn noti ekki sömu forsendur í mati sínu á umsækjendum?

Steinn Hafliðason, 21.12.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...það á að sleppa svona matsnefndum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:49

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er greinilegt að nám í dýralækningum er stórlega vanmetið.´Nafni minn gaf það í skyn að reynsla Þorsteins sem aðstoðarmaður Bj. Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefði vegið þungt.

Þá er spurning hvort aðstoð Þorsteins hefur vegið þungt við þau embættisverk Björns þar sem Hæstiréttur taldi að lög hefðu verið brotin?

Árni Gunnarsson, 21.12.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Þórður Gunnarsson

Það var nú líka gengið gegn forsendum þessarar nefndar þegar Hjördís Hákonardóttir var skipuð hæstaréttardómari á síðasta ári.  

Þórður Gunnarsson, 24.12.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Forsaga ráðningar Hjördísar verður að sjá í ljósi úrskurðar jafnréttisráðs á fyrri framhjágöngu gagnvart henni, en EF rétt er að forsendur ráðningar hennar hafi verið jafn vafasöm, gerir það ekki þessa ráðningu góða, heldur jafn slæma.

Gestur Guðjónsson, 25.12.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband