Breyta þarf fyrirkomulagi við skipan dómara
22.12.2007 | 21:41
Skipan dómara, sérstaklega hæstaréttadómara, verður að vera hafin yfir allan vafa og almenn sátt þarf að ríkja um ferlið allt.
Ég teldi eðlilegast, þar sem það er Alþingi sem setur þau lög sem dómstólarnir dæma eftir, sé það Alþingi sem hafi síðasta orðið um ráðningu þeirra. Væri hægt að hugsa sér að Alþingi þurfi, með auknum meirihluta, að staðfesta tillögu ráðherra um hver skuli valinn hverju sinni, að fenginni umsögn dómstólanna sjálfra.
Dómstólarnir mega að mínu mati ekki velja sjálfir hverjir koma inn, því það gæti haft í för með sér "einræktun" skoðana innan hópsins og framkvæmdavaldið, sem oft er að lenda í því að þurfa að verjast eða sækja mál fyrir dómstólum, er af þeim sökum vanhæft til að taka þessa ákvörðun einhliða.
Því eru tveir kostir eftir, forsetinn og Alþingi. Ég tel litlar líkur á því að það verði friður um ákvörðun forsetans frekar en ráðherra og með auknum meirihluta þarf í lang flestum tilfellum að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um valið hverju sinni og til starfans veljast þar með menn sem eru óumdeildari en ella væru valdir.
En þar sem forsætisráðherra hefur slegið stjórnarskrárnefndina af, eru litlar líkur á að þessu verði breytt í bráð.
Vill haldbetri rök fyrir dómaraskipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Athugasemdir
Tel að eðlilegasta fyrirkomulagið væri að dómsmálaráðherra skipaði eftir að hafa fengið álit valnefndar og fenginni staðfestingu þingsins með auknum meirihluta t.d. 2/3.
Sigurður Árnason, 23.12.2007 kl. 09:39
Tek undir þetta, eins og þetta er núna er bara neyðarlegt fyrir alla og sérstaklega lýðræðið
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.