Er Þórunn Sveinbjarnardóttir að koma sér undan erfiðum ákvörðunum?

Mig rak í rogastans þegar ég heyrði í fréttum RÚV að Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sé efins um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

Er hún ekki þar með orðin vanhæf til að taka stjórnvaldsákvarðanir varðandi þessi virkjanaáform?

Það væri ekki mikill pólitískur kjarkur sem það sýndi, ef rétt er, enda hélt ég að hún ætlaði sér að vera vaktmaður náttúrunnar í sínu embætti. En hún virðist vera að dæma sjálfa sig úr leik áður en að stórum ákvörðunum kæmi um framkvæmdirnar svo líklegast er hún að koma sér undan því að verða undir í ríkisstjórn og losna um leið við þann stimpil sem slíkum ákvörðunum fylgdi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég bind vonir víð Þórunni og hlakka til hvers hun gerir í þessu máli (ath,,,ekki segir, heldur gerir...)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband