Orð dagsins...

...á Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis:

"Ég harma rangfærslur í fréttinni, sem voru hafðar eftir heimildarmönnum í góðri trú, og bið lesendur sem og það fólk sem var til umfjöllunar í fréttinni velvirðingar á þeim."

Þetta mætti sjást oftar, en þó mætti frekar vera færri tilefni til yfirlýsinga, sem margir gætu orðað nákvæmlega eins og Jón Ásgeir Jóhannesson:

"Uppistaðan í fréttinni er röng og önnur atriði ónákvæm og hún var mér skaðleg. Ekki var haft samband við mig til að staðreyna atriðin í fréttinni, né heldur neinn af starfsfólki mínu og enginn nafngreindur heimildamaður er nefndur. Ég átel fréttaflutning af þessum toga."

Vonandi hefur eignarhaldið á fjölmiðlinum ekkert með þessi virðingarverðu vinnubrögð ritstjórans að gera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband