Var breytingin á skoðunarkerfi skipa til góðs?

Í handhófsúttekt Siglingastofnunar í sumar kom í ljós að frágangur björgunarbáta í fjölda skipa og báta hefði verið óásættanlegur. Skilja mátti af fulltrúa Siglingastofnunar að þetta ástand væri vegna breytts skoðunarkerfis skipa, en beint eftirlit stofunarinnar var lagt niður og flutt til faggiltra skoðunarstofa (flokkunarfélaga) árið 2004 og mátti skilja af fréttaflutningnum að þetta hafi verið óheillaskref.

Ég er því ósammála. Mér finnst þessi niðurstaða sýna að kerfið er einmitt að virka eins og lagt var upp með. Það er hlutverk Siglingastofnunar að fylgjast með því að flokkunarfélögin sinni sínu eftirliti, nokkuð sem ekki var til að dreifa með sama hætti meðan Siglingastofnun var sjálft með eftirlitið. Ég er þess fullviss að finna hefði mátt sömu ágalla meðan að gamla kerfið var við lýði. Það kom bara ekki í ljós.

Í framhaldinu hlýtur stofnunin að gera athugasemdir við viðkomandi flokkunarfélög og ef þau sýna ítrekað að þau sinni ekki skyldum sínum missa þau heimild sína til eftirlitsins. Þannig er flokkunarfélögunum haldið á tánum í sínum störfum og það sem mestu skipti, öryggi sjófarenda er betur tryggt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband