Tillögur til bóta eða hvað?

Mér sýnast þessar tillögur sem Viðskiptaráðherra ætlar sér að fara að vinna og fá í gegnum ríkisstjórn og svo Alþingi góðra gjalda verðar. Finnst reyndar vogað af honum að segja hvað hann ætli sér að ná í gegnum ríkisstjórn og þingflokka ríkisstjórnarinnar án þess að það liggi fyrir, en það er hans mál.

Ég hef heyrt raddir um að seðilgjaldið sé ólöglegt eins og það er í dag, þar sem það liggur blátt bann við gjaldtöku fyrir útgáfu reiknings. Veit einhver hvort Hæstiréttur hafi fjallað um heimild til álagningar seðilgjalds?

Hvað uppgreiðslugjaldið varðar, þá þýðir það 0,25% hærri vexti, ef miða má við Íbúðalánasjóð. Þannig er í rauninni verið að þvinga 0,25% vaxtahækkun á alla sem taka 50 milljón króna lán eða minna. Betra væri að hafa þetta valkvætt fyrir öll lán.

Viðbrögð bankanna við takmörkunum á FIT kostnaði hlýtur að vera að bjóða viðskiptavinum upp á tvennt. Annaðhvort að hafa FIT kostnaðinn áfram eða að undirgangast harðara eftirlit með reikningum manna, lokun á kortum, auknar innhringingar o.s.frv. En það er gott að þetta skuli vera gert samningsskylt, eins og öll kjör eiga að vera. En þetta tel ég að muni ekki breyta miklu.

Ég held almennt að þessar aðgerðir muni lítið gagnast til að auka samkeppni á bankamarkaði. Það verður ekki fyrr en stimpligjaldið verður afnumið að einhver raunveruleg samkeppni mun skapast milli bankanna að maður tali nú ekki um innkomu fleiri aðila á markaðinn.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Ósammála að mest öllu leyti. Markmiðið er að gera gjöld gegnsærri með því að takmarka mjög svo óþarfa aukagjaldtöku sem hefur engan tilgang nema rugla menn í ríminu. Ef þetta þýðir hærri vaxtaálag þá það, allavega er með því mun gegnsærra hvað maður er að borga. Fyrir löngu löngu síðan urðu til síhringikort sem leyfa manni ekki að fara yfir á reikning. Bankarnir hafa hinsvegar ekki markaðsett þetta að neinu viti og jafnvel alls ekki boðið uppá þau í sumum safnkortaflokkum o.sv.frv. Þrátt fyrir að ég sé engin sérstakur addáandi þá er þetta skorar Björgvin klálega með þessum tillögum í mínum huga ;)

Davíð Þór Kristjánsson, 7.1.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er rétt hjá þér Davíð að þessar tillögur eru ekki alls ekki alslæmar, en að þvinga mig til að borga uppgreiðslugjald af láni í gegnum hækkað vaxtaálag, óháð því hvort ég hafi hug á að nýta mér það eða ekki, er ekki til hagsbóta fyrir mig sem neytanda.

Gestur Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband