Öskrandi þögn Samfylkingarinnar í kjaramálum
7.1.2008 | 20:58
Eins og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið yfirlýsingaglaðir um hvað eina sem viðkemur þeirra ráðuneytum og annarra, er þögn þeirra í sambandi við tillögur ASÍ í tengslum við kjarasamninga æpandi. Sérstaklega kemur þetta á óvart þegar haft er í huga hve greiðan aðgang forysta ASÍ hefur að innsta hring Samfylkingarinnar.
Getur það verið vegna þess að þeir hafi viðhaft varnaðarorð eins og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, viðhefur á bloggi sínu í dag, þegar hann segir ríkisstjórnina skorta yfirsýn í efnahagsmálum.
Bendir hann á, rétt eins og Framsókn hefur gert um árabil, núna síðast í umræðum um fjárlögin fyrir jól, að efnahagsmálin séu stóru kjaramálin:
"Það hefur alltaf legið fyrir að ef ríkisstjórnin komi ekki að málinu með ábyrgri efnahagstjórn, þá liggur fyrir að tilboð SA sem er helmingi lægra en verðbólgan og verður enn lægra þegar líður á árið vegna, sem bein afleiðing rangrar afstöðu ríkistjórnarinnar. "
og líkur máli sínu á eftirfarandi hátt:
"Hafa stjórnvöld ekki áttað sig á því að núverandi ástand kallar á stefnubreytingu í efnhagsstjórn?"
Hverju svarar Samfylkingin þessu, er hún sammála afstöðu Sjálfstæðisflokksins, sem telur illmögulegt væri að veita lágtekjufólki auka persónuafslátt upp á tuttugu þúsund krónur, eins og verkalýðshreyfingin hefði farið fram á?
Reyndar get ég ekki verið sammála Guðmundi í söguskýringu sinni að "Mestu mistökin voru að sleppa bönkunum afskiptalausum inn á íbúðalánamarkaðinn til þess að efna kosningaloforð." Vill Guðmundur að bönkunum hefði verið bannað að fara inn á íbúðalánamarkaðinn og taka þar með upp skömmtunarkerfi lánsfjármagns á ný?
Gassaleg innkoma bankana á íbúðalánamarkaðinn var ekki stjórnvaldsákvörðun, heldur óábyrg varnaraðgerð bankanna til að verja stöðu sína á markaði, þar sem þeir höfðu getað makað krókinn við fjármögnun síðustu 20-35% íbúðakaupa almennings, sem fyrirheit síðustu ríkisstjórnar um allt að 90% lánshlutfalli á góðum kjörum, ef efnahagsástand hefði leyft, óneitanlega var.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þú kannski veist eru kjarasamningar milli launamanna og vinnuveitenda. Þau mál eru á viðkvæmu stigi og það væri glórulaus heimska og ósmekklegt að stjórmálaflokkar væru að hafa á því opinbera skoðun eða skipta sér af. Það kannski tíðkast í þínum flokki að skipta sér af því sem ekki er hans ,,, eða hvað.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2008 kl. 10:02
Ég er alveg sammála þér að þessi nálgun verkalýðshreyfingarinnar að fara fyrst til ríkisstjórnarinnar er undarleg í meira lagi. Skrifaði einmitt um það fyrir stuttu. En fyrst boltinn er kominn til ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn svarar og Samfylkingin þegir, hlýtur það að þýða að hún sé sammála afstöðu Sjálfstæðisflokksins, eða hvað???
Gestur Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.