Enn af dómaraskipun - Árni reynir að bera af sér sakir í Kastljósi

Ef sú röksemdafærsla sem Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í dómarastöðuveitingamálinu, viðhafði í Kastjósinu í gærkvöld hefði staðist skoðun, hefði ég andað léttar og hugsað með mér að þetta væri hefðbundinn stormur í vatnsglasi.

Þar nefndi hann að 3 af umsækjendunum hefðu átt svipaðan starfsferil. Hinn ráðni, sem metinn var hæfur og 2 af þeim sem metnir voru mjög vel hæfir. Mér fannst hann tala af lítilsvirðingu um fræðistörf og framhaldsnám hinna, en ég verð líklegast að eiga það við mig, enda hef ég ekki valdið. En hann minntist ekki einu orði á þann sem maður hefði, á grundvelli þess sem hefur komið fram í fjölmiðlum, talið sjálfsagt að ráða eða eins og dómnefndin segir sjálf:

"Þannig er til dæmis ekki minnst á 35 ára starfsferil eins umsækjanda, sem allur
tengist dómstólum, bæði héraðsdómstólum og Hæstarétti..."

Það gerir hann sem sagt aftur í Kastljósinu. Hann skautar yfir hann og lætur eins og hann sé ekki til. Ekki er hægt að saka spyrjandan um að hann hefði ekki getað komið því að, því hún tók honum mildilegum og sanngjörnum tökum og fékk hann að koma öllu sínu að en elti hann því miður ekki uppi með þetta atriði, sem mér finnst þó afar mikilvægt.

Ef Ástráður Haraldsson, hæstaréttalögmaður, hefur rétt fyrir sér í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, að ráðningin sé ólögleg verður þetta mál kannski á endanum til góðs, því ef einhver umsækjandanna kærir og fær veitinguna dæmda ólöglega, verður þetta þvílíkt víti til varnaðar að maður ætti að geta treyst því að vinnubrögðin verði betri hér eftir, því þetta eru ekki venjulegar ráðningar eins og ráðning embættismanna framkvæmdavaldsins, heldur æviráðning inn í dómsvaldið, sem á að vera óháð framkvæmda- og löggjafarvaldinu, sem ekki verður afturkölluð nema með dómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef allir dómarar landsins eru úr sömu klíkunni er þá til nokkurs að  leggja slík mál í dóm?

Sigurður Þórðarson, 16.1.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband