Samfylkingin hefur talað um ráðningarmál Árna Matt

Mér þótti athyglisvert að heyra Mörð Árnason segja í Silfrinu í dag að það sem formaður flokksins og formaður þingflokks Samfylkingarinnar höfðu sagt um ráðningu héraðsdómara væri það sem Samfylkingin hefði að segja um málið.

Þau hafa nefnilega bæði fordæmt og gagnrýnt embættisfærslu Árna Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, við ráðningu héraðsdómarans.

Maður hlýtur í framhaldinu að spyrja sig; Er Árna sætt í ríkisstjórn, styður Samfylkingin ráðherrann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér vitanlega hefur hvorki verið sett fram vantraust af stjórnarandstöðu né samstarfsflokknum vegna embættisgerða Árna. Samfylkingin hefur sem slík (þingflokksformaður) sagt skoðun sína en dúndrar ekki heilu hnífasettunum í samstarfsflokkinn. Það er gert á öðrum bæjum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband