Hvaða áhrif mun REI skýrslan hafa á orkuútrásina?

Ég er smeykur um að þessi vinnubrögð öll í tengslum við REI verði til þess að við, eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, verðum af miklum fjármunum. Ekki beinu tjóni, heldur erum við líkast til að verða af miklum tækifærum.

Þá er ég ekki eingöngu að tala um þær fjárfestingar og tækifæri sem liggur fyrir að taka þarf ákvarðanir um á næstu dögum og hljóta að vera í töluverðu uppnámi, heldur ekki síður þau verðmæti sem felast í REI sem verkfæri til að leiða saman einkaframtakið og opinberan rekstur.

Hugmyndin með REI var góð og er góð. Þeir sem aftur á móti stjórnuðu batterýinu virðast aftur á móti engan vegin hafa höndlað málið. Svo mikið er víst. Virðist það eiga bæði við um fulltrúa Framsóknar en þó ekki síður Sjálfstæðisflokksins, sem var jú með stjórnarformennskuna í OR og REI og ber því mun meiri ábyrgð. Menn verða að fara rétt að og vinna þannig að allt standist skoðun.

Menn skripluðu á skötu með þessa kaupréttarsamninga. Það hefur verið viðurkennt og þeir dregnir til baka, en það að mönnum skuli hafa dottið það í hug yfirhöfuð lýsir kannski þeirri stemmingu sem var við borðin. Mikið fjör og mikið gaman með dollarablik í augum. Að FL-group hafi svo verið hleypt að málum með beinum hætti, líklegast með svipu Landsbankans á bakinu, er einnig mikill dómgreindarbrestur. Auðvitað vilja FL-menn komast að, það er skiljanlegt og ekkert við þá að sakast með það, en það á ekki að leyfa þeim það.

Til að lágmarka tjónið sýnist manni ekkert annað að gera en að fella REI aftur undir rekstur OR og reyna að vinna úr stöðunni þaðan.

Í framhaldinu fæ ég ekki séð af hverju Geysir Green Energy og svipaðir aðilar fari í framhaldinu ekki í hreint strandhögg í fyrirtækið og sæki sér starfsmenn og þekkingu með launayfirboðum og fari því næst í enn öflugri útrás einir síns liðs, án þess að OR, sem byggt hefur upp þessa þekkingu og þar með við, fái nokkuð fyrir sinn snúð.

Engin veit hvað haft hefur fyrr en misst hefur og er það berlega að koma í ljós núna með Alfreð Þorsteinsson sem byggði OR upp í stjórnarformannstíð sinni.

Málið er kannski enn ein birtingarmynd þeirrar viðleitni hægrimanna að básúna að opinber rekstur sé ómögulegur og þegar þeir svo komast í að stjórna honum, sanna þeir það rækilega.

ps.

Óháð því hvaða breytingum REI skýrslan hefur tekið í gær og í dag, eru það ólíðandi vinnubrögð að vinnuskjöl leki eins og vatn til fjölmiðla. Þeir sem slíkt gera geta vart kallast heiðarlegir embættis- eða stjórnmálamenn og er kannski enn ein birtingarmynd þess farsa sem við erum að upplifa í málinu.


mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband