Dómurinn er góður vitnisburður um störf lögreglunnar

Það er ekki hægt annað en að hella bílförmum af hrósi yfir lögregluna vegna Pólstjörnumálsins. Lögreglan undirbjó málið vel áður en hún lét til skarar skríða, aðgerðirnar gengu upp og gögn málsins greinilega þannig að sakborningarnir sáu að ekkert var hægt að gera annað en að játa.

Vonandi verður þetta til þess að fjárveitingavaldið sýni þessu þjóðþrifastarfi fullan skilning og skapi þeim sem best starfsumhverfi í baráttu þeirra við fíkniefnabölið um leið og farið verði af enn meiri krafti í forvarnir.


mbl.is Dæmt í Pólstjörnumálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fjárveitingavaldið hefur þegar verðlaunað lögregluna með kröfu um 100.000.000.- Eitt hundrað miljóna króna "sparnað" í rekstrinum. Lögreglan er nú þegar undirmönnuð og fjársvelt og nær öruggt að það mun bitna á árangri hennar. Skilningsleysi stjórnvalda er hreint með ólíkindum.

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Furðulegt...

Gestur Guðjónsson, 15.2.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru þetta árangurstengdar greiðslur með öfugum formerkjum?

Af hverju dettur mér í hug að það sé ekki ætlast til svona árangurs?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband