Er markmið fréttamanna að meiða?
16.2.2008 | 13:49
Ég var spurður að því í gær hvort ég væri ekki feginn að Framsókn væri ekkert í umræðunni núna vegna REI málsins. Jú, ég var það svosem. En spurningin fékk mig til að hugsa af hverju svo væri, því vissulega er Framsókn hluti þessarar atburðarásar og var mikið í umræðunni til að byrja með. Fulltrúi flokksins sat jú í stjórn REI og stjórn OR og tók þátt í þeim ákvörðunum sem þar voru teknar, þótt vissulega væri forystan á hendi Sjálfstæðisflokksins.
Getur verið að það sé vegna þess að Björn Ingi sé hættur í borgarstjórn og umræða um hans þátt í málinu sé því hætt að geta valdið honum pólitískum búsifjum?
Getur það virkilega verið að fréttamenn séu búnir að missa sig algerlega í að reyna að meiða og koma höggi á þá sem þeir eru að fjalla um en gleyma að fjalla um atburðina eins og þeir áttu sér stað í raun og veru?
Renndi yfir blöðin í morgun og verð að segja að efnistökin í fréttaflutningnum um vandræðaganginn í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins kveði ekki spurninguna niður, nema síður sé.
Er ekkert fréttnæmt nema að það komi einhverjum illa?
Verð að segja að þetta sé áleitin spurning. Hún á við um alla flokka, mismikið þó.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru athyglisverðar hugleiðingar því þáttur Björns er hvorki meiri né minni í því sem gerðist nú þegar hann á ekki lengur sæti í borgarstjórn og ætti því í sjálfum sér að vera sama fréttaefnið þegar á annað borð er fjallað um hvað gerðist í REI-málinu.
Reyndar ætti það líka að teljast fréttmætt eftir að allir virtust sameinast í að ráðast að Birni og láta sem hann bæri mesta ábyrgð á REI-málinu jafnvel að það væri allt vélabrögð hans til að færa sér og Framsóknarmönnum auð, að nú fer ekki á milli mál að hinn langreyndi borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Sjálfstæðisflokks sem formaður OR Haukur Leóson báru þarna lang mesta ábyrgð og stjórnuðu atburðaráðsinni hvað aðkomu borgarinnar varðaði. - Miðað við stóryrðin sem gengu í garð Björns Inga sem var óreyndur við hlið hinna ættu fjölmiðlar beint og óbeint að vara að biðja hann afsökunar.
- OG vel að merkja þá er ég ekki Framsóknarmður né kunnugur eða tengdur Birni.
Helgi Jóhann Hauksson, 16.2.2008 kl. 15:48
Gunnar: Jú, það má segja það. En pælingin hjá mér var af hverju segja menn ekki frekar frá hlutunum eins og þeir eru, hlutlaust og hætti að skilgreina menn í skotlínu?
Gestur Guðjónsson, 16.2.2008 kl. 21:52
Mér finnst þetta frábært hjá þér Gestur að varpa fram þessu sjónarhorni. Ég hef um nokkurn tíma verið að velta þessu sama fyrir mér. Einkanlega þegar maður hlustar og horfir á viðtalsþætti. Þar víkur málefnið iðulega fyrir möguleikanum til að niðurlæja eða "meiða" viðmælandann. Björn Ingi átti ekki skilið þá meðferð sem hann fékk hjá fjölmiðlum. Segi þetta þó ég sé ekki Framsóknarmaður; bara maður sem þykir vænt um fólk og vill að því vegni vel.
Guðbjörn Jónsson, 17.2.2008 kl. 10:02
Ég held að þú hafir hitt naglan á höfuðið, og þegar maður leg tilnefingarnar til blaðamanna verðlaunanna þá er sumt af því einmitt á þessari línu. Og stundum er verið að fjalla um fólk og það fær ekkert tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér bæði vegna þess að það fær ekki aðgng að fjölmiðlum og svo fær það ekki að tala fyrir viðmælanda sem vill stjórna umræðunni fyrir sína dýrð en ekki til að varpa raunverulegu ljósi á málið.
Einar Þór Strand, 17.2.2008 kl. 12:41
Tek undir með þér Gestur um óvandaðan fréttaflutning svona almennt.
Afskaplega fáir fréttamenn sem kynna fleiri en eina hlið á málum, og fara ekki í dómarasætið vegna eigin skoðana.
Finnst 24 stundir vera oft skástar af dagblöðunum og stöð 2 er að vinna á.
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins er að mínu áliti í frjálsu falli, enda meira svona talsmaður stjórnvalda og hagsmunahópa en fréttastofa.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.2.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.