Náttúruauðlindir í þjóðareigu - strax

Verið er að ræða frumvarp iðnaðarráðherra um breytingu á orkulögum og fleira á Alþingi núna. Það sem verið er að leggja til þar að auðlindir sem eru ekki í séreign í dag, séu sameign þjóðarinnar.

Er ákvæðið ekki ósvipað og það sem stendur í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna. Gildi eða réttara sagt réttarvirkni þess ákvæðis um sameign hefur verið véfengt og ekki talið verja hagsmuni þjóðarinnar nægjanlega.

Það er þess vegna sem Framsókn hefur lagt fram tillögu til stjórnarskrárbreytingar um sameign þjóðarinnar á öllum þeim auðlindum sem ekki eru þegar í einkaeigu.

Það er eina leiðin til að ná markmiðum frumvarps iðnaðarráðherra. Ef Samfylkingin er samkvæm sjálfri sér frá því fyrir kosningar getur hún því ekki annað en stutt stjórnarskrárbreytinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Held að það sé mikið betra að stuðla að því að auðlindir séu í einkaeigu.  Þá er einhver sem hugsar um þær, gætir þeirra og nýtir þær. Auðlindir í eigu ríkisins eru stöðugt bitbein og það verður alltaf spilling og óráðsía í kring um þær. Ríkið á að einbeita sér að grunnþjónustu: heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslu en ekki vera í bísniss.

Í löndum þar sem auðlindir eru í einkaeigu eru yfirleitt góð lífskjör en þar sem auðlindir hafa verið ríkisvæddar eru yfirleitt léleg lífskjör.

Þorsteinn Sverrisson, 28.2.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú meinar að Norðmenn og Danir hafi það svona óttalega skítt því þeir hafi tryggt að olíuauður þeirra hafi runnið til þjóðarinnar.

Manni ýnist nú annað

Gestur Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, ég hef engar áhyggjur af því þó einstaka galgopi fari hugsunarlaust með trúarjátningu hægriöfgamanna, enda stríðir hún í heild sinni gegn almennri skynsemi. Pistill Þorseins vekur upp ljúfar minningar  úr sveitinni þegar hundurinn fór geltandi út á tún til að veiða fugl. Verra er þegar skynsamari skepnur bregða yfir sig sauðagæru eða jafnvel selaskinni.

Spurningin er hverju myndi slíkt ákvæði breyta?

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband