Virðing VG fyrir mannslífum

Það er bankað á dyrnar. Til dyra kemur grátbólgin faðir. Inni heyrast reglulegar grátkviður þriggja barna lögreglukonu sem drepin var við skyldustörf í gærkvöldi. Hún gat ekki varið sig þegar hún lenti í vopnaðri árás.

"Hvað vilt þú?"

"Sæll. Ég heiti Atli Gíslason, dómsmálaráðherra, og vill votta þér samúð mína. Eins og þú líklega veist hef ég sagt að mannslífum sé fórnandi áður en mér þætti réttlætanlegt að íhuga að bæta stöðu lögreglunnar. Nú hefur konan þín fórnað sínu lífi og í framhaldinu mun ég skoða hvað hægt sé að gera til að gera lögreglunni kleyft að verja sig. Þannig að þetta var alls ekki til einskis hjá henni. Vonandi fer þetta allt vel hjá ykkur. Veriði blessuð"

Ég ætla rétt að vona að þessi samskipti þurfi aldrei að eiga sér stað. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálina með því að kjósa ekki fólk með þessi viðhorf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Magnússon

Ekki það að mér hugnist skoðanir téðs Atla, en mér þykir þetta ruglingsleg líking með afbrigðum og frekar ósmekkleg.

Ég held það væri ráð fyrir þig gestur minn að hugsa þig um og endurskrifa færsluna á smekklegri og skynsamlegri máta, ef mögulegt er.

Hrannar Magnússon, 14.3.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það er bankað á dyrnar. Til dyra kemur grátbólgin móðir. Inni heyrast reglulegar grátkviður þriggja barna póstmanns sem drepinn var fyrir utan skemmtistað í gærkvöldi. Hann gat ekki varið sig þegar hann varð, óvopnaður, fyrir banvænni Taser-árás lögreglunnar.

"Hvað vilt þú?"

"Sæl. Ég heiti Atli Gíslason, dómsmálaráðherra, og vil votta þér samúð mína. Eins og þú líklega veist hef ég sagt að mannslífum sé fórnandi til að bæta stöðu lögreglunnar. Nú hefur maðurinn þín fórnað sínu lífi og í framhaldinu mun ég skoða hvort hægt er að tryggja öryggi lögreglunnar á annan hátt, eða hvort þurfi að endurskoða vinnubrögð hennar. Þannig að þetta var alls ekki til einskis hjá honum. Vonandi fer þetta allt vel hjá ykkur. Veriði blessuð"

Ég ætla rétt að vona að þessi samskipti þurfi aldrei að eiga sér stað. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálina með því að kjósa ekki fólk með þessi viðhorf.

Brjánn Guðjónsson, 14.3.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hrannar. Ummæli Atla eru í mínum eyrum óheyrilega ósmekkleg. Ég var að reyna að myndgera afleiðingar þess ef hann fengi völd til að koma viðhorfum sínum að. Þess vegna verður færslan ósmekkleg. Þú getur hlustað á ummæli hans hér uþb um miðjan þátt.

Brjánn: Ég vil að lögreglan tryggi öryggi mitt. Hún á að geta rækt skyldu sína og til þess þarf hún að vera búin miðað við þær aðstæður sem hún þarf að vinna í. Ég veit ekki hvernig þær aðstæður eru, en ef hún metur það þannig að hún þurfi fleiri valdbeitingartæki, þá treysti ég þeim til að meta það, þótt það væri auðvitað sorgleg staðreynd, ef lögreglan telur sig þurfa að vopnast. 

Um leið á hún að sjálfsögðu að fara vel með það vald sem henni er falið. Ég veit ekki betur en verið sé að fara akkurat yfir öryggi þessara taser tækja, hvort hægt og rétt sé að nota þau.

Gestur Guðjónsson, 14.3.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Rannveig H

Ummæli Atla voru ekki smekkleg,en Gestur þín færsla er verulega ógeðfeld.þó ekki sé meira sagt og úr takt við skrif þín sem ég les reglulega.

Rannveig H, 14.3.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæl Rannveig. Færslan er verulega ógeðfelld, það er rétt. Það er tilefni hennar líka og viðhorf Atla. Því miður. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eyrum þegar ég heyrði þau. Það erfitt að fjalla um svona ummæli án þess að það verði ógeðfellt.

Gestur Guðjónsson, 14.3.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Endilega vopnum lögregluna og sjáum svo hvað skeður ... þú ættir að skammast þín Gestur fyrir þessa myndrænu líkingu, hún segir mér aðeins eitt um þig og þá skoðun ætla ég að halda fyrir sjálfan mig.

Sævar Einarsson, 14.3.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Sævar. Mér er ekki vel við að vopna lögregluna og vonandi búum við ekki í samfélagi þar sem það er nauðsynlegt og vonandi verður það aldrei nauðsynlegt sem almenn regla. Í dag er bara sérsveitin vopnuð. En að lýsa því yfir að fyrst þurfi lögreglumaður að láta lífið við skyldustörf áður en málið er íhugað lýsir viðhorfi sem mér hugnast skelfilega og fékk mig til að skrifa þessa færslu.

Gestur Guðjónsson, 14.3.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband