Ríkisstjórnarflokkarnir tala út og suður í loftslagsmálum
10.4.2008 | 09:42
Enn og aftur kemur í ljós að við búum við í það minnsta tvær ríkisstjórnir í landinu. Nú hvað varðar samningsmarkmið þjóðarinnar í loftslagsmálum.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í ræðu á síðasta Umhverfisþingi að við ættum ekki að biðja um undanþágur, meðan að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á þingi í gær að það hljóti að vera stefnu ríkisstjórnarinnar að byggja á íslenska ákvæðinu.
Helgi Hjörvar ræðst með óhróðri að Framsókn fyrir að tala fyrir þeirri stefnu sem flokkurinn hefur haft í loftslagsmálum, að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr breytingum á gróðurhúsaáhrifum með því að hýsa orkufreka starfsemi hér á landi og knýja hana með endurnýjanlegum orkugjöfum, í sem bestri sátt við verndunarsjónarmið.
Þetta er reyndar afar svipuð stefna og Illugi Gunnarsson og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst og Frjálslyndra reyndar einnig. Af hverju ræðst Helgi Hjörvar bara á Framsókn? Af hverju ræðst hann ekki á Einar Má og Össur, samflokksmenn sína. Er maðurinn andsetinn?
Ég er sammála Illuga um að meðan að þessi ríkjanálgun er við líði í loftslagsmálum og stór hluti ríkja heims standa utan við skuldbindingar í losun, eigum við að sækja fast að fá sem mestar losunarheimildir fyrir orkufreka starfsemi.
Þegar og ef losunarheimildirnar verða miðaðar við framleiddar einingar af hinum ýmsu framleiðslu- og þjónustugeirum, þurfum við engu að kvíða. Þar kemur orkubúskapur þjóðarinnar, með 70% hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa okkur vel.
Deilt um hvort halda eigi í „íslenska ákvæðið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta á Alþingi. Hvorugur flokkurinn hefur meirihluta eins síns liðs og þarf að hafa stuðning hins. Það gerist ekki með því að tala út og suður. Báðir hafa möguleika á að semja við aðra flokka um myndun ríkisstjórnar, svo þetta er afar ótrúverðugt eins og þetta er og hlýtur að springa einn daginn og í þeirri sprengingu falla margir liðsmenn.
Hvernig á til dæmis að ljúka þessu máli? Illugi segir, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins að það eigi að sækjast eftir áframhaldandi og frekari undanþágum. Af hverju á Sjálfstæðisflokkurinn að samþykkja að það sé ekki gert, af því að hluti Samfylkingarinnar vill það ekki. Hvernig eiga Sjálfstæðismenn að svara fyrir það gagnvart sínum kjósendum?
Geir og Illugi missa allan trúverðugleika við að láta það yfir sig ganga. Trúverðugleiki er kannski eitthvað sem er Samfylkingunni ekki svo mikilvægt?
Gestur Guðjónsson, 10.4.2008 kl. 21:59
Hverskonar slagsmál eru þessi loftslagsmál?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2008 kl. 01:27
Munurinn á þessari stjórn er sá að Framsóknarflokkurinn talaði alls ekki, hvorki út né suður. Stundum er bara ágætt að tala út og suður til að ná samkomulagi. Það heitir samræðustjórnmál.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:42
Í Gnúpverjahreppi fóru eftirfarandi loftslagsmál fram einhverntíma
Þurfti loft og þráði Loft
þung af Lofti var hún
Upp á lofti upp í loft
undir Lofti var hún.
Það má vel vera Gísli að rödd Framsóknar hafi ekki heyrst nægjanlega skýrt í síðustu ríkisstjórn. Menn báru ekki ágreining sinn á torg, heldur unnu úr málum í bróðerni og íhaldsráðherrarnir voru duglegir að skreyta sig fjöðrum þeirra en þögðu þegar að ráðherrum Framsóknar var veist. Aðgengi þessara flokka að fjölmiðlum og viðhorf fjölmiðla til þeirra var líka með allt öðrum hætti.
Gestur Guðjónsson, 11.4.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.