Jafnaðarmannaflokkur Íslands - öfugur Hrói Höttur í raun?

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks virðist ekkert vera að gera til að aðstoða Seðlabankann við að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnin hefur sjálf sett honum.

Þess vegna verður Seðlabankinn að hafa stýrivexti hærri lengur en ella.

Á meðan græða fjármagnseigendur feitt en þeir sem skulda blæða. Þetta er hrein millifærsla milli þessara hópa.

Svo sem ekkert í andstöðu við hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, en er það sú jafnaðarstefna sem Samfylkingin ætlar að kenna sig við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Þetta er góð spurning Gestur,ég næ alls ekki að skilja þessa jafnaðarstefnu sem Samfylkingin stundar í þessari ríkisstjórn

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 12.4.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Ég hef löngum sagt það að Samfylkingin sé komin mun lengra í öfgafrjálshyggjunni en Sjálstæðisflokkurinn og það hefur sýnt sig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband