Evrópukönnun Fréttablaðsins: Vantraust á stjórnvöldum

Þessi merkilega könnun Fréttablaðsins þar sem tæp 70% þjóðarinnar vill hefja undirbúning aðilarviðræðna við ESB eru umfram allt alvarleg skilaboð til stjórnvalda. Almenningur treystir ekki Seðlabankanum, stefnulausri Samfylkingu og ekki síst sundurleitum Sjálfstæðisflokki til að stýra þjóðarskútunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæri Gestur!

Það er rétt að þetta eru alvarelg skilaboð til stjórnvalda - en þetta er einnig alvarleg skilaboð Framsóknarmanna til forystu Framsóknarflokksins, sbr.

Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Síðasti landsfundur Framsóknarfkokksins var furðuleg samkunda.Fólk veltist þar hvert um annað í ánægju með sjálft sig og hópurinn virtist steinblindur á það sem framundan var.Farsæll formaður var hættur, maður sem reyndi að sjá fram í tímann og væri betur í landsstjórninni nú.En því miður var hann of mikið góðmenni til að taka á niðurrifsöflunum og byggja upp samhenta forystu.EF framsóknarmenn opna ekki augun og fara að sjá það að stjórnmálaflokkur er ekki það fólk sem nær að troða sér á framboðslista eða í forystu í einhverju flokksfélagi, heldur fólk sem kýs flokkinn, ef framsóknarmenn sjá þetta ekki, þá einfaldlega þurkast flokkurinn út.

Sigurgeir Jónsson, 21.4.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband