Refsing fyrir orð án athafna
2.5.2008 | 00:58
Þessi skoðanakönnun er í rauninni skilaboð um eitt. Það er ekki nóg að vera með fagurgala. Það verður að aðhafast eitthvað. Það þarf að sýna að orðin hafi einhverja merkingu.
Síðasta dæmið um það er enn ein yfirlýsingin um að kalla þurfi saman alla aðila til að ræða efnahagsmálin. Ef ég man rétt var það efst á lista í kosningaefnahagsstefnu Samfylkingarinnar. Það orðalag komst einnig ómengað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Nú síðast í fréttum í dag er enn reynt að spila sama spilinu út sem svari við ástandinu í efnahagsmálum. Að tala saman.
Engar aðgerðir, bara að tala saman. Það er gott að tala saman og alveg bráðnauðsynlegt, en ekkert bólar hins vegar á efndum, þrátt fyrir að hafa tæpt ár til að koma samráðsvettvangnum á.
Af hverju er ekki löngu búið að kalla þessa aðila saman?
Það ætti nú ekki að vera mikið mál að hringja í þessa aðila og fá þá á fund. Ég er nokkuð viss um að þeir gætu fundið tíma í dagatalinu hjá sér til þess.
Er það vegna þess að ríkisstjórnarsamstarfið þolir ekki að sjónarmið þessara aðila komi fram á formlegum samráðsvettvangi þar sem taka þarf málefnalega afstöðu til þeirra?
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.