Engar aðgerðir kynntar

Fyrst nú, nokkrum mánuðum eftir að búið var að gefa yfirlýsingar um að til stæði að kalla saman alla aðila efnahagslífsins, tuðlaðist ríkisstjórnin til að kalla hluta þess hóps á samráðsfund í dag. Hún hefur greinilega ekki þorað að tala við nema hluta þeirra.

Hafa ýmsir beðið með eftirvæntingu eftir því hvað ríkisstjórnin hefði fram að færa, enda liðnar fleiri vikur frá því að forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Seðlabankans að í undirbúningi væru aðgerðir í efnahagsmálum sem kynntar yrðu innan tíðar, sem og utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra.

En hvernig kom ríkisstjórnin undirbúin? Með ekkert! Hún las sem sagt ekkert fyrir prófið og var í rauninni að biðja um hjálp með því að segja að greina þurfi vandann í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins!!!!

Ekki svo að skilja að góð samvinna við alla aðila sé ekki af hinu góða, síður en svo, en hefur ríkisstjórnin verið gersamlega upptekin við að pressa fínu fötin og skoða stimplana í vegabréfunum?

Hvernig á maður að skilja yfirlýsingarnar sem gefnar voru áður, hafði engin greining átt sér stað og enginn undirbúningur?

Voru þær yfirlýsingar bara plat?

Þvílík vinnubrögð, þvílíkur sofandaháttur!

Er nema von að efnahagslífið eigi við trúverðugleikavanda að stríða?

Eins gott að ríkisstjórnin er þó búin að kalla þessa aðila saman og vonandi gengur þeim eitthvað að vinna heimavinnuna fyrir ríkisstjórnina, svo einhver glóra verði í efnahagsstjórninni.


mbl.is Ætla að vinna á verðbólgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Blessaður vertu, hér er ekkert um að ræða nema sýndarmennsku samræðupólítikur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Því miður. Hvað ætli tafir vegna þessarar sýndarmennsku sé að kosta okkur almenning?

Gestur Guðjónsson, 7.5.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Hvaða, hvaða!

Þú veist - ríkisstjórnin er á fullu að vinna að undirbúningi efnahagsaðgerða!

Þær eru bara svo mikið leyndó!

Hallur Magnússon, 7.5.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband