Eðlilegt að jafna skattaumhverfi fyrirtækja í alþjóðaumhverfi

Ekki veit ég á hvaða forsendu Framsóknarþingmennirnir sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, en þessi löggjöf mun bæta stöðu þjóðarbúsins verulega, þar sem meira af þeim eignum sem er í eigu Íslendinga, sem oft hafa tekið lán til að kaupa þær, mun verða skráð á Íslandi og koma þar með til lækkunar nettóskuldsetningar  þjóðarbúsins.

Mun það bæta lánakjör Íslendinga sem heildar og þar með græða allir.

Hefðu menn heykst á því að taka þetta skref hefðu enn fleiri fyrirtæki farið með hlutabréf sín úr landi og við hefðum ekki notið góðs af eignastöðunni og hvort eð er ekki fengið neinar skatttekjur af þeim viðskiptum.

Menn verða að átta sig á því að Ísland er ekki eyland í viðskiptum. Vonandi halda menn áfram á þessari braut og gera kaupskipaútgerð og aðra starfsemi, sem er í alþjóðlegri skattalegri samkeppni mögulegt að reka starfsemi sína hér á landi.

Þar hefur fjármálaráðuneytið því miður staðið fast á móti í mörg ár og ber þeim sem þar hafa setið skömm fyrir, enda siglir ekkert kaupskip undir íslenskum fána í dag.


mbl.is Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband