Dýrustu þenslumúffur Íslandssögunnar
23.5.2008 | 09:24
Mitt í öllu Írafárinu vegna Kárahnjúka voru gerð ein þau afdrifaríkustu mistök sem gerð hafa verið í virkjanamálum Íslendinga á hinum enda landsins. Orkuveitan sparaði við sig í kaupum á þenslumúffum eða smíði U-þenslustykkja og jók um leið svo mjög á sjónræn áhrif Hellisheiðarvirkjunar með því að láta lagnir hennar skikksakka um landslagið í staðin, að almenningsálitið hefur snúist gegn gufuaflsvirkjunum. Fram að því höfðu allir, bæði þeir sem voru almennt fylgjandi og almennt á móti virkjunum, lofað og prísað virkjun gufuaflsins fram yfir virkjun vatnsaflsins.
Nú hefur þessi viðsnúningur almenningsálitsins orðið til þess að hundruð og þúsundir mótmæla öllum frekari gufuaflsvirkjunum og á án nokkurs vafa meginþátt í því að Orkuveitan hefur slegið Bitruvirkjun af. Hef ekki kynnt mér álit Skipulagsstofnunnar svo ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort það hafi verið réttmætt eður ei, en það er alveg ljóst að fjöldi athugasemda sem barst hefur haft mikil áhrif, beint og óbeint og sá milljarður, sem undirbúningur þeirrar virkjunar hefur kostað, er farinn í súginn og líklegt að erfiðara verði að nýta önnur svæði í framtíðinni.
Dýrar þenslumúffur það...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athyglisverð ályktun og afdrifarík mistök ef rétt er farið með.
Ég er sammála því að gufuafl sé áhugaverður virkjunarkostur ef unnt er að forðast áberandi sjón-og loftmengun.
Árni Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.