Er yfirlýsing Samfylkingarráðherranna um hvalveiðiandstöðuna ómark?

Í viðtölum eftir útgáfu hvalveiðikvótans, kom fram að Einari K Guðfinnsyni hafi verið fullkunnugt um afstöðu ráðherra Samfylkingarinnar til útgáfu hvalveiðikvóta. Það segir mér að málið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi.

Í ljósi 5. greinar laga um ráðherraábyrgð, fæ ég ekki séð annað en að allir þeir ráðherrar sem tóku þátt í þeirri umræðu bera sameiginlega ábyrgð á þeim gjörningi, en hún segir:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna hvort yfirlýsing Samfylkingarinnar um að þeir styddu ekki þessa ákvörðun sé ekki ómark að lögum og því lýðskrum af versta tagi?

Ef málið hefur ekki verið kynnt í ríkisstjórn er það stórkostleg yfirsjón hjá forsætisráðherra og jafnvel enn verra mál, því ef mál sem varða fleiri en eitt ráðuneyti, sem útgáfa hvalveiðikvóta vissulega gerir í ljósi þess að utanríkisráðuneytið þarf að verja gjörninginn erlendis, verður það að ræðast við það borð, þótt útgáfuheimild reglugerðarinnar liggi formlega hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


mbl.is Vinstristefna að tala niður atvinnulífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ingibjörg Sólrún er andvíg hvalveiðum þá 7 mánuði sem hún dvelur á Íslandi en hlynnt þeim hina 5.

Sigurður Þórðarson, 22.5.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Evert S

Ég gat nú ekki heyrt betur á Pétri Blöndal í viðtali á bylgjunni en að hann vissi til að málið hefði verið rætt á ríkistjórnarfundi.

Evert S, 22.5.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Hér er um að ræða tilraun formanns Samfylkingarinnar til að mynda flokki sínum sérstöðu í umhverfismálum af einhverjum toga þótt flokkurinn hafi hingað til aldrei séð til sjávar í þeim efnum hugmyndafræðilega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.5.2008 kl. 02:24

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Aldrei séð til sjávar í þeim efnum" Góð...

Gestur Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband