Þingræðið er vanvirt enn og aftur með stuðningi Samfylkingarinnar

Það er ómerkilegur málflutningur hjá stjórnmálaflokki sem situr í ríkisstjórn að koma fram tæpri viku fyrir þingfrestun með ályktun um að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið alvarlega. Ísland hafði 180 daga til að bregðast við því og rennur fresturinn út 11. júní. Engin viðbrögð hafa enn verið rædd á Alþingi sem ætti að móta stefnuna í þessum málaflokki eins og öðrum. Er þetta enn ein móðgun ríkisstjórnarinnar við þingræðið og enn ein staðfestingin á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar telji sig einræðisherra, hver í sínum málaflokki og telji sig hvorki þurfa að tala við kóng né prest um sína stefnu.

Þessi ályktun er ekkert annað en mótmæli við ríkisstjórnina og ráðherra hennar og undanskot frá þeirri ábyrgð sem flokkurinn axlaði með því að ganga í eina sæng með íhaldinu. Rétt er að benda á formaður þessa nefndar Samfylkingarinnar er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og hefði honum verið nær að hafa þrýst fyrr á um viðbrögð og séð til þess að tillögur til breytinga hefðu litið dagsins ljós á yfirstandandi þingi og tryggja að grundvallarstjórnskipun sé virt.


mbl.is Samfylkingin: Nauðsynlegt að taka úrskurð mannréttindanefndar alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er rétt Gestur og mun verða ástæða þess að Ísland kemst ekki í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir eigin vandræðagang við að virða mannréttindi heima fyrir í reynd.

Þrátt fyrir ofurferðakostnað um víða veröld þess efnis á reikning skattborgara.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2008 kl. 02:13

2 identicon

Sæll Gestur.

Ég hef bloggað mikið um og fyrir þá sem "minna Mega Sín" og þar var ég fljótur að sjá þetta sem þú talar um.

Ríkistjórnin vinnur þannig að það kemur engum neitt það við sem hún hefur á prónunum, það kemur fram meðal annars í þögn,    svarað á síðustu stundu og allflest mál byggjast á því karpi sem er á milli seðlabankastjórnar,HÓTANIR BANKA og svo er Ríkisstjórnin einhvers staðar á milli.Maður spyr sig hver fer með völdin . Er það það DAVÍÐ "Backstages"?

Þakka þér pistilinn.

Góða helgi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 05:19

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eðlilegest er að vísa þessu svokallaða ályti mannréttindnefndar Sameinuðu Þjóðanna til Mannéttindadómstols Evrópu og fá hann til að taka málið fyrir.Ég er ekki í nokkrum vafa að um að ef hann fæst til að taka þetta fyrir þá hafnar hann því að þetta sé mannréttindabrot.Það væri verið að færa raunveruleg mannréttindabrot frá veruleikanum með því að fara eftir þessu rugli.Þeir sem á annað borð eru læsir ættu að sjá ef þeir lesa þessa ályktun að hún snýst um útgerðarmenn sem kalla sig sjómenn.Hvorki Farmanna og Fiskimannasamband íslands,Sjómannasamband íslands né þau samtök sem vélstjórar til sjós eru í, hafa séð ástæðu til að senda frá sér neitt um þetta bull.ÉG ætla rétt að vona að ríkisstjórnin hendi þessu rugli frá Saudi-Arabíu og Kína i  klósettið.En hefur þú lesið þessa ályktun og veistu nokkuð hvort formaður Framsóknarflokksins hefur lesið hana eða framsóknarmenn sem hafa verið að bulla um þetta.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Öll samtök sjómanna og útgerðarmanna sem hægt er að kalla því nafni hafna algjörlega þjóðnýtingu aflaheimilda,enda vita sjómenn það manna best að það myndi þýða það að þeir yrðu kauplausir.Sjómenn sem hægt er að kalla því nafni sjá hver tigangur þeirra er sem láta hæst um þetta svokallaða mannréttindabrot.Það eru í flesum tilfellum gjaldþrota útgerðarmenn,menn sem langar til að gerast útgerðarmenn og þeir sem vilja að ríkið þjóðnýti aflaheimildirnarog er nokk sama þótt allur sjávarútvegur muni ramba á barmi gjaldþrots.En aðvitað myndi það koma niður á öllum.Vonandi vitkast þú Gestur og fleiri í Framsóknarflokknum.Kveðja.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Asíumennirnir og Afríkumennirnir segja það mannréttindabrot ef sjómaður þarf að borga öðrum sjómanni fyrir veiðirétt.Sjálfsagt halda þeir að íslensk útgerð sé skektuútgerð með einum manni á.En ef fyrirtæki kaupir aflaheimildir, ekki er hægt að sjá á álytinu að það sé mannréttindabrot.Enda hefði verið erfitt að dæma það mannréttindabrot þar sem aðeins er hægt að kæra brot á fólki til nefndarinnar.Sjávarútvegsráðherra hlýtur þar af leiðandi að benda Kínverjanum og Saudi Arabanum á það þegar þeir koma ,að trúlega geti þetta mennréttindabrot sem þeir kalla svo, kanski átt við í einhverju broti af prósenti hvað varðar fiskveiðer Íslendinga, ef ráðherranum dytti í hug að taka mark á þessu bulli.Sem ég trúi ekki.En reyndar er hægt að trúa flestu á hann.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir Það stendur alveg skýrt í pistlinum að einkavæðingin verði ekki kláruð á þessu kjörtímabili, en stjórnarsáttmálinn sendur ekki í vegi fyrir öllum undirbúningi og stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr og eins og stjórnarflokkarnir haga sínum málum, með einveldi ráðherrana en ekki samhentri ríkisstjórn eru Guðlaugi allir vegir færir.

Samfylkingin hefur kokgleypt stóran hluta kosningaloforðaflaumsins, svo henni ætti ekki að vera Skotaskuld úr því að taka þetta líka.

Jóhanna virðist vera sú eina sem stendur í lapprinar

Gestur Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 13:08

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Björn Ingi var í góðu sambandi við bakland sitt meðan hann var í borginni, þannig að þú verður að útskýra hvað þú átt við með því. Lýðræðið virkar þannig að menn fá umboð, sem menn nota til að ná sínum áhrifum. Er eitthvað að því að Björn Ingi hafi nýtt það umboð sitt vel?

Sjálfstæðisflokkurinn gaf frá sér völd sem því nam og ekkert að því.

Þetta er kannski eins og með svo margt hjá Samfylkingarfólki, virðist ekki átta sig á grundvallaratriðum stjórnsýslu, þingræðis og lýðræðis

Gestur Guðjónsson, 25.5.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband