Skýra þarf hlutverk sveitarfélaga í íþróttastarfi

Eins og lagaramminn er í dag, fer menntamálaráðherra með íþróttamál og fær fjárveitingar frá Alþingi til að styðja við íþróttastarf.

Hefur það verið í formi styrkja til ÍSÍ sem fer með ráðstöfun þess fjár til eigin starfsemi og sérsambandanna. Hefur verið gerður samstarfssamningur um meðferð þess fjár og er það til fyrirmyndar, þótt auðvitað þurfi að auka það fjármagn, svo starfsemi ÍSÍ og sérsambandanna snúist meira um íþróttir en minna um fjáröflun.

En grasrótin, íþróttafélögin sjálf, hafa enga beint markaða tekjustofna og fjárveitingavaldið hefur ekki markað þeim neinar tekjur í fjárlögum, né í samningum sínum við sveitarfélögin um tekjustofna þeirra. Þó ber að geta þess að hreyfingin sjálf hefur beint hluta tekna Lottósins niður til grasrótarinnar, en ef hreyfingin ákveður að skipta fénu með öðrum hætti, getur ríkisvaldið ekkert gert í því. Lögformlega amk.

Auðvitað hafa sveitarfélögin og fyrirtæki í heimabyggð styrkt íþróttastarfsemi, með rekstrarstyrkjum og aðstöðusköpun, en þeim ber afar takmörkuð skylda til þess og þeim er ekki markaðar neinar tekjur til þess heldur. Því er þessi stuðningur afar misjafn á milli sveitarfélaga og á mismunandi formi og staða íþróttafélaganna háð duttlungum stjórnmálamannanna á hverjum stað. Það er gott fyrir sum félög, en ekki önnur og það veldur því að í sumum félögum fer megin orka stjórnenda í tekjuöflun meðan aðrir stjórnendur geta verið að sinna íþróttum og æskulýðsstarfi. Í rauninni eru sveitarfélögin í þeirri stöðu að fyrst þetta er ekki lagaskylda er það í raun lögbrot að veita fé til þeirra, ef hægt er að benda á önnur lögbundin verkefni sem þau eru ekki að sinna að fullu.

Við þetta er ekki hægt að búa. Sífellt erfiðara er að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnu og ef þær hendur sem bjóðast eru uppteknar við að afla fjár, nýtast þær ekki til að vinna góð störf í íþrótta- og æskulýðsmálum. Þetta verður að skýra, í samningum við sveitarfélögin og með skýrri lagasetningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband