Er ekki nóg að hengja bíleigendur einu sinni fyrir glæp sinn?
4.6.2008 | 00:12
Í nýjum tillögum um breytingar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis kemur margt gott fram. Er verið að leggja áherslu á beitingu hagrænna hvata til að ná umhverfismarkmiðum, sem er afar gott, en ég tel eftir fyrstu lesningu að verið sé að marghengja bíleigendur fyrir glæp sinn.
Það er nefnilega ekki rétt að gera hvoru tveggja, að kolefnisjafna eldsneytið um leið og bílarnir eru einnig skattlagðir eftir eyðslu. Það verður að velja.
Ég tel réttast að umhverfisvalið verði gert auðveldara við innkaup á nýjum bílum í gegnum vörugjöldin. Þeir sem kaupa nýja bíla og ákveða með þeim hætti hvernig bílaflotinn er samsettur, ætla kannski ekki að eiga þá nema í nokkur ár og fyrir þeim nær munurinn í eldsneytiseyðslu ekki að skipta neinu máli miðað við innkaupsverðið, þótt það gerði það yfir lengri tíma eða líftíma bílsins.
Sömuleiðis á að vernda þá réttlátu gjaldtöku sem notendur vegakerfisins greiða fyrir noktun þess í gegnum kílómetra- og olíugjaldið. Það er alltaf hægt að ræða hvernig gjaldskráin á nákvæmlega að vera, en á þann hátt er einnig tryggt að gjaldtakan fari í vegina en ekki eitthvað annað og verði þar með skattheimta, þar sem forsendur þeirrar gjaldheimtu væru ekki lengur tengdar notkun veganna. Það eru næg verkefni fyrir höndum þar og verða um ókomin ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt athugað hjá þér Gestur. Ég veit ekki um marga sem eiga bíl lengur en í 2-3 ár. Það er margt jákvætt í þessu samt.
Heimir Eyvindarson, 4.6.2008 kl. 00:24
Sæll Gestur.
Það er rétt, það er nefnilega verið að marghengja menn eins og þú segir í formi þess að lokka menn til að kaupa eyðslufreka bíla og breyta svo öllu skömmu seinna.
Er að miklu leyti sammála þér.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2008 kl. 00:50
Það eru oftast efnaðir menn og konur sem eiga stóra og dýra bíla, tild Tannlæknar. Þeir hækka bara gjöldin hjá sér á móti sem síðan fer aftur út í verðlagið og svona gengur þetta koll af kolli.
Jón V Viðarsson, 4.6.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.