Baugsmálið: Af hverju stígur Þorsteinn Pálsson ekki fram?

Viðtal Agnesar Bragadóttur við Jón Ásgeir Jóhannesson í sunnudagsblaði Moggans var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Stærstur hluti þess var eðlilega endurtekning á hlutum sem hann hefur þegar tjáð sig um og það ætti heldur ekki að koma á óvart að hann skuli ætla með einhver fyrirtæki úr landi í kjölfar dómsins. Hlýtur 365 að standa þar ofarlega á blaði og að því loknu hef ég trú á að sett verði fjölmiðlalög án mikilla mótmæla.

En það sem var merkilegt var sú yfirlýsing hans að þingmenn, núverandi og fyrrverandi ráðherrar og fyrrveranda forsætisráðherra hefðu staðfest við hann að upphaf rannsóknarinnar mætti rekja til pólitískrar íhlutunar. Það þarf ekki að beita flókinni útilokunaraðferð til að komast að því að með fyrrverandi forsætisráðherra á Jón Ásgeir við Þorstein Pálsson, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins og starfsmann Jóns.

Af hverju hefur Þorsteinn, sem getur varla skuldað Davíð eða öðrum af þeim sem liggja undir grun að hafa beitt pólitískum áhrifum sínum í þessu máli neitt, ekki stigið fram og opinberað vitneskju sína, eða er þetta kannski oftúlkun hjá Jóni Ásgeiri?

Við þessu hljótum við að fá svör fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Afhverju hætti Jón Ásgeir ekki þessu væli?

Hann var dæmdur fyrir glæp og hann vælir eins og unglingur sem hefur verið tekinn fyrir of hraðan akstur. eins og unglingurinn þá vælir hann um að löginn séu vitlaus og það eigi að breyta þeim til þau henti honum betur.

eigum við ekki að setja hámarkshraðan upp 130 km? myndi fækka umferðarlagabrotum gríðarlega.

eða lögleiða dóp. það myndi alveg endalega eyða glæpum tengdum dópi.

Hvernig væri að Jón Ásgeir viðurkenni bara að hann hafi gert rangt, hann taki á sig þetta brot með ábyrgð. og hætti þessu bulli um að hann eigi að vera hafður yfir reglur og lög landsins.

Þó hann eigi stór fyrirtæki og geti beitt fjölmiðlum til að flytja áróður í hans þágu gerir það hann ekki að markgreifa yfir landinu.

en ef hann flytur félög og skatttekjur úr landi, þá sannar hann að í raun gefi hann skít í okkur hin og vill bara að við fjármögnum utanlands ævintýri hans.  

Fannar frá Rifi, 30.6.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ágæt spurning Gestur í þessu sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.6.2008 kl. 02:07

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ágæt spurning. Þorsteinn er nú þegar farinn að láta Davíð heyra það óbeint, með pillum sínum á stjórn Seðlabankans. Því ekki að ganga alla leið? Það væri a.m.k. hressandi fyrir okkur hin

Heimir Eyvindarson, 30.6.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já, það væri frískandi

Gestur Guðjónsson, 30.6.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband