Götótt greining á hryðjuverkaógn

Það er full ástæða til að taka greiningu ríkislögreglustjóra gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi alvarlega og bregðast við henni á ábyrgan hátt.

En það sem stingur í augun er að skýrslan, í það minnsta sú opinbera, fer ekkert inn á þá hryðjuverkaógn og þau hryðjuverk sem þó hafa verið framin á Íslandi, en það eru umhverfishryðjuverk.

Í svipinn man ég eftir tveimur slíkum en ég er nokkuð viss um að þau séu fleiri. Árið 1970 sprengdu heimamenn í Mývatnssveit stíflu í Laxá góðu heilli og 1986 sökkti Sea Shepherd hvalbátum og unnu skemmdir á hvalstöðinni í Hvalfirði.

Þessir atburðir falla klárlega undir skilgreininguna á hryðjuverkum, eins og alþjóðasamfélagið hefur sett hana og því skrítið að ekkert skuli minnst á þá ógn.

Þarf t.d. ekki að meta ógnina af því að einhver sprengi Kárahnjúkastíflu, með þeim hamförum sem það gæti valdið?


mbl.is Aukin umsvif glæpahópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Allt er vænt er vel er grænt ... nema grænir vinstrimenn.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 1.7.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það þarf skv skýrzlunni ekki nema 2 menn til að skilgreinast sem skipulagður hópur.

Svo, ef tveir félagar ákveða að ræna sjoppu, þá eru þeir skipulagður glæpahópur, og ránið er skipuleg glæpastarfsemi.

Aha... 

Ásgrímur Hartmannsson, 1.7.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessi íslenska greiningardeildar er algjör "bömmer". Ég er sammála þér Gestur um þann brest sem þú sérð i skýrslunni.

Þegar ég las hana hnaut ég líka um að Alþjóðleg hryðjuverk eru ekki nefnd í sambandi við Írak eða Ísrael. Ísraelsmenn hafa mest allra orðið varið við skipulagða hryðjuverkastarfsemi. Þegar menn fjarlæga þessi lönd úr upptalningu yfir lönd sem verst hafa orðið úti vegna hryðjuverka öfgamanna, er ástæða til að óttast gæði greiningarinnar.

Þetta er kölluð opinber útgáfa. Vonandi er sú "óopinbera" örlítið betri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú held að þetta sé ágæt ábending hjá þér Gestur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er er engin skipulögð glæpastarfsemi til á Íslandi nema sú sem Ríkisvaldið stendur fyrir...það þarf kannski eitthvað skipulag til að sporna við þessum ófögnuði..

Óskar Arnórsson, 2.7.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband