Spekingur spjallar

Það er gott að sjá að nýráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra hafi það forgangsatriði á hreinu að berjast þurfi við verðbólguna. Vonandi hefur hann líka á hreinu það forgangsatriði að halda atvinnuleysi niðri.

Reyndar er ráðning Tryggva Þórs, eins hæfur og hann er örugglega í þetta verkefni, viðurkenning og staðfesting á því algera ráðaleysi sem hingað til virðist hafa ríkt hjá ríkisstjórninni í efnahagsmálum.

Ríkisstjórnin hefur reynt að spila kúl og láta á engu bera, sagst vera að fylgjast með og ekkert verði gert í óðagoti, meðan að raunveruleikinn virðist hafa verið alger ósamstaða og kjarkleysi til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegt er að taka í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Vonandi munu Tryggvi geta brýnt ríkisstjórnina til verka. Tími er til kominn og hefur almenningur og fyrirtæki landsins þegar borið nóg tjón af ráðaleysi hennar.


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Forgangsatriði að ná verðbólgunni niður, ekki forgangsatriði að halda atvinnuleysi niðri. Ef það er gert eykst verðbólguþrýstingurinn enn meira.

 Næstu 2 ár verða erfið, og þau verða ekki auðveldari með að lágmarka atvinnuleysi.

Bragi, 18.7.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Það er nú óttalega aumt að ráða efnahagsráðgjafa eftir dúk og disk sem síðan verður væntanlega hægt að skýla sér bak við að hentugleikum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband