Óttalegt bull í viðskiptaráðherra

Yfirmönnum Kaupþings ber engin skylda til þess að segja viðskiptaráðherra neitt um sín plön, í þeirra huga hlýtur skyldan til að gæta hagsmuna hluthafa að vera sterkari samtölum við ráðherra. Þess vegna er þessi yfirlýsing viðskiptaráðherra algerlega marklaus og væri honum hollast að láta það eiga sig að gefa út yfirlýsingar um hluti sem hann hefur enga stjórn á og einbeita sér í staðinn að einhverju mikilvægara, eins og að reyna að ná stjórn á efnahagsmálin. Vinnumarkaðurinn heyrir og heldur ekki undir Viðskiptaráðuneytið, heldur Félagsmálaráðuneytið.

Það að kappkosta að halda úti bæði SPRON og Kaupþingi gæti þýtt að meðan verið er að sameina kerfi fyrirtækjanna verði báðum útibúakerfunum haldið úti. Þegar það er svo búið verður örugglega skoðað hvort útibúakerfið verður sett á og hvað verður gert við þau, því það er engin skynsemi í því að vera í samkeppni við sjálfan sig. Þá verði teknar ákvarðanir, þótt fyrirætlanirnar hljóti þegar að vera nokkuð skýrar.


mbl.is Ráðherra trúir ekki á uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er hárrétt athugasemd hjá þér.

Því miður virðast ráðherrar Samfylkingarinnar ekki enn hafa lært að þeir þurfa ekki að gefa út yfirlýsingar vegna allra hluta sem eiga sér stað í þjóðfélaginu.

Stundum geta slíkar yfirlýsingar jafnvel skaðað. Skaðað þeirra eigin flokk, skaðað samstarfsflokkinn og þar með stjórnarsamstarfið eða skaðað hagsmuni þeirra sem eiga í hlut.

Stundum eiga slíkar yfirlýsingar þó við og mér finnst minn eigin flokkur - Sjálfstæðisflokkurinn - alveg mega hafa skoðun á því sem þeim líkar ekki í ráðuneytum Samfylkingarinnar.

Ég er því ekki sammála að ráðherrar eða einhver flokkur "eigi" þetta eða hitt ráðuneyti líkt og lén - líkt og tíðkast hefur undanfarin 10-15 ár - og að samstarfsflokkurinn eigi alls ekkert að skipta sér af eða hafa skoðanir á þeim málum.

Allt er þetta spurning um orðaval og framsetningu og tímasetningu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

En hann lýtur svo vel út ef hann segir svona í fjölmiðlum.

Steinn Hafliðason, 22.7.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er ekki ástæða til ólimpiu hefðar hér ...í Kína?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt ályktað Gestur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband